Slegist um þjóna og kokka í ferðaþjónustunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2022 13:57 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuna hafa tekið hraðar við sér eftir faraldurinn en fólk almennt hafði gert ráð fyrir og er svo komið að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa lokað fyrir sölu. Mikil vöntun er þó á matreiðslufólki og þjónum í sumar og er slegist um þetta starfsfólk. Snemma í vor fór að bera á áhyggjum innan ferðaþjónustunnar yfir því að hugsanlega tækist ekki að manna nauðsynlegar stöður fyrir ferðamannasumarið. „Heilt yfir hefur þetta þó gengið betur en menn þorðu að vona en hins vegar er ennþá skortur í ákveðnum starfsgreinum og er hann einkum meðal framleiðslufólks og kokka þar sem hreinlega vantar ennþá fólk og það er mikil áskorun.“ Bjarnheiður segir að þetta vandamál sé alls ekki bundið við Ísland því slegist sé um matreiðslu-og framreiðslufólk í Evrópu. „Mjög margt starfsfólk sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár hefur komið erlendis frá og það er bara ósköp endilega þannig að við höfum sjálf ekki nógu margt starfsfólk til að manna okkar helstu atvinnuvegi þannig að stór hluti starfsfólks sem kemur inn á hótelin og veitingastaðina kemur erlendis frá.“ Síðustu ár hefur fólk frá Austur-Evrópu mannað þessar stöður. „En við erum að sjá þróun núna að það eru að koma inn „ný þjóðerni“, til dæmis frá Spáni, Portúgal og jafnvel Grikklandi sem má segja að sé nýtt hjá okkur.“ Bjarnheiður segir að það hafi komið fólki á óvart hversu skjótur batinn var innan ferðaþjónustunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. „Það er jafnvel orðið þannig að fyrirtæki sem eru að selja úti á mörkuðum eru farin að loka fyrir sölu því það getur ekki annað fleiri viðskiptavinum. Það eru nánast allir bílaleigubílar uppseldir í sumar, hótelrými, sérstaklega úti á landsbyggðinni, uppurin, þannig að við erum komin á þann stað núna að þurfa bara að segja nei, sem er náttúrulega eitthvað sem okkur finnst ekki skemmtilegt að þurfa að gera,“ sagði Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Snemma í vor fór að bera á áhyggjum innan ferðaþjónustunnar yfir því að hugsanlega tækist ekki að manna nauðsynlegar stöður fyrir ferðamannasumarið. „Heilt yfir hefur þetta þó gengið betur en menn þorðu að vona en hins vegar er ennþá skortur í ákveðnum starfsgreinum og er hann einkum meðal framleiðslufólks og kokka þar sem hreinlega vantar ennþá fólk og það er mikil áskorun.“ Bjarnheiður segir að þetta vandamál sé alls ekki bundið við Ísland því slegist sé um matreiðslu-og framreiðslufólk í Evrópu. „Mjög margt starfsfólk sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár hefur komið erlendis frá og það er bara ósköp endilega þannig að við höfum sjálf ekki nógu margt starfsfólk til að manna okkar helstu atvinnuvegi þannig að stór hluti starfsfólks sem kemur inn á hótelin og veitingastaðina kemur erlendis frá.“ Síðustu ár hefur fólk frá Austur-Evrópu mannað þessar stöður. „En við erum að sjá þróun núna að það eru að koma inn „ný þjóðerni“, til dæmis frá Spáni, Portúgal og jafnvel Grikklandi sem má segja að sé nýtt hjá okkur.“ Bjarnheiður segir að það hafi komið fólki á óvart hversu skjótur batinn var innan ferðaþjónustunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. „Það er jafnvel orðið þannig að fyrirtæki sem eru að selja úti á mörkuðum eru farin að loka fyrir sölu því það getur ekki annað fleiri viðskiptavinum. Það eru nánast allir bílaleigubílar uppseldir í sumar, hótelrými, sérstaklega úti á landsbyggðinni, uppurin, þannig að við erum komin á þann stað núna að þurfa bara að segja nei, sem er náttúrulega eitthvað sem okkur finnst ekki skemmtilegt að þurfa að gera,“ sagði Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01
„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01