Ráðherra stoltur af afrekum vinkvenna sinna í Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 16:31 Karen og Stella stóðu í ströngu um helgina. Vísir/Hulda Margrét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt að því virðist með Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta. Tvær af vinkonum hennar voru í liði Fram sem hampaði á endanum titlinum. Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira