Klinkið

Andri Fannar til ADVEL lögmanna

Ritstjórn Innherja skrifar
andri-fannar

Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.

Andri Fannar, sem er með doktorspróf við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði verðbréfamarkaðsréttar, hefur einkum sérhæft sig í rannsóknum og skrifum um lagaumhverfi verðbréfamarkaðar, fjármálafyrirtækja og hlutafélaga.

Frá árinu 2020 hefur Andri Fannar setið í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands en þar áður var hann varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Andri Fannar starfaði um skamma hríð hjá ADVEL árið 2010 en auk þess hefur hann verið saksóknarfulltrúi hjá embætti saksóknara og starfað hjá Fjármáleftirlitinu.

Hjá ADVEL starfa í dag 13 manns en lögmannstofan er til húsa í Hafnarstræti. Á árinu 2021 námu tekjur félagsins rúmlega 260 milljónum og hagnaðurinn var um 32 milljónir.


Tengdar fréttir

Hæfir fjárfestar og útboð hlutabréfa

Ströng skilyrði eru fyrir því viðskiptavinur sem telst ekki sjálfkrafa fagfjárfestir sé flokkaður sem slíkur. Ástæðan er sú að fjárfestar sem falla í þann flokk njóta minni fjárfestaverndar en almenni fjárfestirinn, til dæmis varðandi upplýsingagjöf og fjárfestingarkosti.






×