Andri Fannar, sem er með doktorspróf við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði verðbréfamarkaðsréttar, hefur einkum sérhæft sig í rannsóknum og skrifum um lagaumhverfi verðbréfamarkaðar, fjármálafyrirtækja og hlutafélaga.
Frá árinu 2020 hefur Andri Fannar setið í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands en þar áður var hann varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Andri Fannar starfaði um skamma hríð hjá ADVEL árið 2010 en auk þess hefur hann verið saksóknarfulltrúi hjá embætti saksóknara og starfað hjá Fjármáleftirlitinu.
Hjá ADVEL starfa í dag 13 manns en lögmannstofan er til húsa í Hafnarstræti. Á árinu 2021 námu tekjur félagsins rúmlega 260 milljónum og hagnaðurinn var um 32 milljónir.