Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2022 18:35 Frá höfninni á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Vilhelm Gunnarsson Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. Mikill afli og hátt fiskverð fara saman þetta vorið. Þannig nemur meðalafli á bát í hverjum róðri 712 kílóum eftir maímánuð. Það er 14 prósentum meira miðað við maímánuð í fyrra, samkvæmt úttekt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Meðalverð fyrir óslægðan þorsk á markaði var í dag 400 krónur á kíló. Meðalverð maímánaðar var hins vegar 387 krónur, miðað við 286 krónur í sama mánuði í fyrra, sem er 35 prósenta hækkun milli ára. Það þýðir að hver róður á strandveiðunum var að skila aflaverðmæti upp á 275 þúsund krónur að jafnaði á hvern bát. Verð á ufsa hefur hækkað enn meira, eða um 106 prósent milli ára, var núna 189 krónur á kíló miðað við 92 krónur í fyrra. Ufsaafli dregst ekki frá hámarkskvóta dagsins, telst svokallaður vs-afli, en strandveiðisjómenn þurfa að greiða 20 prósent af andvirði hans í Verkefnasjóð sjávarútvegs. Ufsinn telst engu að síður góð búbót á strandveiðunum. Aflahæstu bátar hvers svæðis eftir maímánuð eru: Svæði A: Grímur AK með 15.771 kíló, Kolga BA með 12.758 kíló og Doddi SH með 12.481 kíló. Svæði B: Fengur ÞH með 9.349 kíló, Gulltindur ST með 9.263 kíló og Blíðfari ÓF með 9.246 kíló. Svæði C: Máney SU með 14.651 kíló, Jón Jak ÞH með 11.006 kíló og Lundey ÞH með 10.162 kíló Svæði D: Nökkvi ÁR með 17.763 kíló, Dögg SF með 16.003 kíló og Benni SF með 15.359 kíló. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu eru 644 bátar komnir með strandveiðileyfi. Af þeim eru 611 búnir að landa afla. Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Mikill afli og hátt fiskverð fara saman þetta vorið. Þannig nemur meðalafli á bát í hverjum róðri 712 kílóum eftir maímánuð. Það er 14 prósentum meira miðað við maímánuð í fyrra, samkvæmt úttekt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Meðalverð fyrir óslægðan þorsk á markaði var í dag 400 krónur á kíló. Meðalverð maímánaðar var hins vegar 387 krónur, miðað við 286 krónur í sama mánuði í fyrra, sem er 35 prósenta hækkun milli ára. Það þýðir að hver róður á strandveiðunum var að skila aflaverðmæti upp á 275 þúsund krónur að jafnaði á hvern bát. Verð á ufsa hefur hækkað enn meira, eða um 106 prósent milli ára, var núna 189 krónur á kíló miðað við 92 krónur í fyrra. Ufsaafli dregst ekki frá hámarkskvóta dagsins, telst svokallaður vs-afli, en strandveiðisjómenn þurfa að greiða 20 prósent af andvirði hans í Verkefnasjóð sjávarútvegs. Ufsinn telst engu að síður góð búbót á strandveiðunum. Aflahæstu bátar hvers svæðis eftir maímánuð eru: Svæði A: Grímur AK með 15.771 kíló, Kolga BA með 12.758 kíló og Doddi SH með 12.481 kíló. Svæði B: Fengur ÞH með 9.349 kíló, Gulltindur ST með 9.263 kíló og Blíðfari ÓF með 9.246 kíló. Svæði C: Máney SU með 14.651 kíló, Jón Jak ÞH með 11.006 kíló og Lundey ÞH með 10.162 kíló Svæði D: Nökkvi ÁR með 17.763 kíló, Dögg SF með 16.003 kíló og Benni SF með 15.359 kíló. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu eru 644 bátar komnir með strandveiðileyfi. Af þeim eru 611 búnir að landa afla.
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51