Lífið

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Elísabet Hanna skrifar
Lagið er flutt í beinni.
Lagið er flutt í beinni. Skjáskot

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

Útvarp 101 og Stúdíó Sýrland standa fyrir nýrri myndbandaseríu sem gefin verður út mánaðarlega. Í henni mun efnilegt tónlistarfólk taka lagið í beinni í Stúdíó Sýrlandi en verkefnið er hugsað til að efla íslenskt tónlistafólk og hjálpa þeim að koma sér enn betur á framfæri. 

Fyrstur í seríunni er rapparinn Daniil með íslenska rapplagið „Ef þeir vilja beef” og er það er listamaðurinn Joey Christ sem flytur lagið með honum:

Klippa: Daniil og Joey Christ í beinni - Ef þeir vilja beef

Blaðamaður tók stöðuna á tónlistarmönnunum:

Hvernig var að taka lagið í beinni?

Mjög gaman, gaman að taka lagið í svona flottu stúdíói.

Hvernig viðtökur hefur lagið verið að fá?

Sturlaðar, vorum á toppnum á Spotify í tvær vikur og allstaðar þar sem við spilum syngja allir með.

Hvað er framundan í sumar?

Bara spila út um allt og njóta lífsins.

Hitar upp fyrir Skepta

Frægðarsól Daniil hefur risið hratt að undanförnu en lagið hefur vakið mikla athygli og setið á toppum íslenskra vinsældalista frá útgáfu þess í maí. Daniil mun hita upp fyrir breska tónlistarmanninn Skepta í Valshöll þann fyrsta júlí næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.