Lífið

Voru öll látin nokkrum dögum síðar: „Mamma er horfin“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson myndaði ástandið í Suður-Afríku og Mósambík um síðustu aldarmót.
Ragnar Axelsson myndaði ástandið í Suður-Afríku og Mósambík um síðustu aldarmót. Vísir/RAX

Um síðustu aldamót geisaði eyðni faraldur í Afríku og var ástandið einna verst í syðri hluta álfunnar.

Rauði kross Íslands ákvað að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn. Ragnar Axelsson fór til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið og sýna Íslendingum.

„Það var erfitt að mynda þetta,“ segir ljósmyndarinn um verkefnið í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Það gekk á ýmsu fyrstu dagana hans í Afríku.

„Bíllinn sem átti að sækja okkur, honum var rænt á rauðu ljósi svo hann kom of seint.“

RAX viðurkennir að það hafi verið mikil upplifun að mynda fyrir þetta verkefni.

„Það sem situr eftir eru öll litlu börnin. Sjá þessi stóru fallegu augu stara á þig og þau sem eiga að sjá um þau og hugsa um þau eru farin.“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.

RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×