Bað kærastans á Elton John tónleikum: „Besta kvöld lífs míns “ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. júní 2022 12:30 Soffía Lena skellti sér á skeljarnar og bað kærasta síns, Orra Einarssonar, á Elton John tónleikum um helgina. Aðsend „Ég er eiginlega alveg orðlaus, þetta var besta kvöld lífs míns. Hún var búin að undirbúa allt og fór meira að segja til mömmu og pabba fyrir ferðina og bað um þeirra leyfi“ segir hinn nýtrúlofaði Orri Einarsson í samtali við Vísi. Orri Einarsson og Soffía Lena fóru tvö saman á tónleika Elton John um helgina en Orri er sjálfur mikill aðdáandi söngvarans. Tónleikarnir verða parinu sannarlega eftirminnilegir en á miðjum tónleikum fór Soffía niður á hné og bað kærastans. Og hann sagði.... JÁ! Orri segist alveg hafa verið grunlaus en eftir á að hyggja hafi hann munað eftir því að Soffía hafi alltaf verið að spyrja hvenær lagið Nikita kæmi, en það er uppáhaldslag Orra. „Svo kom lagið ekki og hún var orðin svo spennt að hún henti sér bara í þetta. Ég fór eiginlega alveg í black-out þetta var svo magnað moment.“ Aðspurður hvort að hann muni hvaða lag hafi verið undir bónorðinu segist hann muna eftir að hafa heyrt lagið Don't let the Sun go Down on Me. Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @orrieinars Trúlofun á Elton John í Milan #milan #eltonjohn #fyp original sound - Orri Einarsson Ekki komin með para-tattú Orri starfar sem hönnuður og Soffía sem húðflúrari en þó segir Orri þau enn ekki vera komin með para-tattú. Það er aldrei að vita samt, en við erum allavega með eins tattú af hundinum okkar! Orri segist snortinn hversu vel Soffía var búin að undirbúa bónorðið en áður en haldið var til Mílanó hafði hún farið og beðið foreldra Orra um hönd hans. Að sjálfsögðu var hún líka tilbúin með hring handa unnustanum. Já hún var með hring sem var reyndar alltof lítill en ég var svo spenntur að vera með hann að ég tróð honum bara á mig. Fingurinn var svo orðinn blár og bólginn svo að ég þurfti að ná honum af, segir Orri og hlær. Parið hefur verið saman í um eitt og hálft ár og segist Orri gjörsamlega vera í skýjunum með óvænt bónorð helgarinnar. Aðsend Makamál óska hinu nýtrúlofaða pari innilega til hamingju með ástina og lífið. Tímamót Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Orri Einarsson og Soffía Lena fóru tvö saman á tónleika Elton John um helgina en Orri er sjálfur mikill aðdáandi söngvarans. Tónleikarnir verða parinu sannarlega eftirminnilegir en á miðjum tónleikum fór Soffía niður á hné og bað kærastans. Og hann sagði.... JÁ! Orri segist alveg hafa verið grunlaus en eftir á að hyggja hafi hann munað eftir því að Soffía hafi alltaf verið að spyrja hvenær lagið Nikita kæmi, en það er uppáhaldslag Orra. „Svo kom lagið ekki og hún var orðin svo spennt að hún henti sér bara í þetta. Ég fór eiginlega alveg í black-out þetta var svo magnað moment.“ Aðspurður hvort að hann muni hvaða lag hafi verið undir bónorðinu segist hann muna eftir að hafa heyrt lagið Don't let the Sun go Down on Me. Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @orrieinars Trúlofun á Elton John í Milan #milan #eltonjohn #fyp original sound - Orri Einarsson Ekki komin með para-tattú Orri starfar sem hönnuður og Soffía sem húðflúrari en þó segir Orri þau enn ekki vera komin með para-tattú. Það er aldrei að vita samt, en við erum allavega með eins tattú af hundinum okkar! Orri segist snortinn hversu vel Soffía var búin að undirbúa bónorðið en áður en haldið var til Mílanó hafði hún farið og beðið foreldra Orra um hönd hans. Að sjálfsögðu var hún líka tilbúin með hring handa unnustanum. Já hún var með hring sem var reyndar alltof lítill en ég var svo spenntur að vera með hann að ég tróð honum bara á mig. Fingurinn var svo orðinn blár og bólginn svo að ég þurfti að ná honum af, segir Orri og hlær. Parið hefur verið saman í um eitt og hálft ár og segist Orri gjörsamlega vera í skýjunum með óvænt bónorð helgarinnar. Aðsend Makamál óska hinu nýtrúlofaða pari innilega til hamingju með ástina og lífið.
Tímamót Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira