Sport

Dagskráin í dag: Sænski boltinn, undanúrslit á Spáni og úrslitaeinvígi í NBA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Boston Celtics og Golden State Warriors eigast við í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.
Boston Celtics og Golden State Warriors eigast við í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Ezra Shaw/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjórar beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi.

Við hefjum leik í Svíþjóð þar sem Íslendingalið Kristianstad sækir Vittsjö heim í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:55 á Stöð 2 Sport 3.

Klukkan 18:45 er svo komið að viðureign Joventut Badalona og Barcelona í undanúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 2, en staðan í einvíginu er 1-1.

NBA-aðdáendur landsins þurfa svo að fórna nokkrum klukkustundum af svefni í nótt því klukkan 00:55 eftir miðnætti er komið að þriðja leik Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er 1-1, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér titilinn. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Sport 2, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×