Icelandair flýgur á slóðir upphafsmanna flugsins Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2022 11:25 Bræðurnir Wilbur og Orville Wright flugu fyrstu flugvélinni á flötinni í Kitty Hawk, sem sést fyrir aftan. Þar er einnig búið að endurgera flugskýlið og skúrinn sem þeir bjuggu í þegar þeir gerðu flugtilraunir sínar á árunum 1900 til 1903. KMU Ef einhver staður getur gert þá kröfu að teljast sá merkilegasti í flugsögunni, þá er það strandbærinn Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Það var þar sem Wright-bræður, þeir Orville og Wilbur, gerðu flugtilraunir sínar í byrjun síðustu aldar og þann 17. desember árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að fljúga þar vélknúinni flugvél. Icelandair hefur núna hafið beint áætlunarflug til Raleigh, höfuðborgar Norður-Karólínu, en þaðan er um þriggja stunda akstur til Kitty Hawk, sem er við strönd Atlantshafsins. Þegar ráðamenn systurborganna Raleigh og Durham ásamt Icelandair buðu okkur í kynnisför um svæðið gripum við tækifærið til að heimsækja staðinn þar sem Wright-bræður breyttu mannkynssögunni. Þjóðarminnisvarði um Wright-bræður stendur á hæðinni fyrir ofan grasflötina. Þeir nýttu hæðina fyrst til svifflugstilrauna.KMU „Þeir kenndu okkur að fljúga,“ stendur á minnisvarða um bræðurna en á safni á staðnum má sjá nákvæma eftirlíkingu fyrstu flugvélarinnar. Sú upprunalega er varðveitt á Smithsoninan-safninu í Washington, skammt frá þinghúsinu og Hvíta húsinu. Í Kitty Hawk er einnig búið að endurgera flugskýlið og verkstæðið þar sem þeir smíðuðu flugvélina og við hliðina er flötin þar sem fyrsta flugið var. Stór minnisvarði um þá Orville og Wilbur er svo ofan á stórri hæð en hana notuðu bræðurnir fyrst til að prófa sig áfram með svifflugur. Ólafur Rögnvaldsson kvikmyndatökumaður myndar líkan af fyrstu flugvélinni í Kitty Hawk fyrir Stöð 2.KMU Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var ásamt eiginkonu sinni, Peggy Helgason, sérstakur heiðursgestur Icelandair í þessu fyrsta flugi til Norður-Karólínu. Svo vill til að Peggy er frá Norður-Karólínu og þar kynntust þau hjónin árið 1972 þegar bæði stunduðu þar háskólanám. Það má því segja að Sigurður sé tengdasonur Norður-Karólínu. Í þættinum Ísland í dag er rætt við Sigurð, en einnig þau Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra markaðs- og þjónustumála, um Norður-Karólínu og þau spurð hvort þangað sé eitthvað áhugavert að sækja fyrir Íslendinga. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Í þættinum skýra ráðamenn Icelandair, þau Bogi Nils og Sylvía Kristín, hversvegna félagið valdi að bæta þessum tiltölulega lítt þekkta áfangastað við leiðakerfi félagsins. Hér má sjá þáttinn í heild en hann er tæplega þrettán mínútna langur: Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Ísland í dag Tengdar fréttir Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. 13. maí 2022 11:20 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið
Icelandair hefur núna hafið beint áætlunarflug til Raleigh, höfuðborgar Norður-Karólínu, en þaðan er um þriggja stunda akstur til Kitty Hawk, sem er við strönd Atlantshafsins. Þegar ráðamenn systurborganna Raleigh og Durham ásamt Icelandair buðu okkur í kynnisför um svæðið gripum við tækifærið til að heimsækja staðinn þar sem Wright-bræður breyttu mannkynssögunni. Þjóðarminnisvarði um Wright-bræður stendur á hæðinni fyrir ofan grasflötina. Þeir nýttu hæðina fyrst til svifflugstilrauna.KMU „Þeir kenndu okkur að fljúga,“ stendur á minnisvarða um bræðurna en á safni á staðnum má sjá nákvæma eftirlíkingu fyrstu flugvélarinnar. Sú upprunalega er varðveitt á Smithsoninan-safninu í Washington, skammt frá þinghúsinu og Hvíta húsinu. Í Kitty Hawk er einnig búið að endurgera flugskýlið og verkstæðið þar sem þeir smíðuðu flugvélina og við hliðina er flötin þar sem fyrsta flugið var. Stór minnisvarði um þá Orville og Wilbur er svo ofan á stórri hæð en hana notuðu bræðurnir fyrst til að prófa sig áfram með svifflugur. Ólafur Rögnvaldsson kvikmyndatökumaður myndar líkan af fyrstu flugvélinni í Kitty Hawk fyrir Stöð 2.KMU Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var ásamt eiginkonu sinni, Peggy Helgason, sérstakur heiðursgestur Icelandair í þessu fyrsta flugi til Norður-Karólínu. Svo vill til að Peggy er frá Norður-Karólínu og þar kynntust þau hjónin árið 1972 þegar bæði stunduðu þar háskólanám. Það má því segja að Sigurður sé tengdasonur Norður-Karólínu. Í þættinum Ísland í dag er rætt við Sigurð, en einnig þau Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra markaðs- og þjónustumála, um Norður-Karólínu og þau spurð hvort þangað sé eitthvað áhugavert að sækja fyrir Íslendinga. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Í þættinum skýra ráðamenn Icelandair, þau Bogi Nils og Sylvía Kristín, hversvegna félagið valdi að bæta þessum tiltölulega lítt þekkta áfangastað við leiðakerfi félagsins. Hér má sjá þáttinn í heild en hann er tæplega þrettán mínútna langur:
Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Ísland í dag Tengdar fréttir Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. 13. maí 2022 11:20 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. 13. maí 2022 11:20