Covid-stuðningur fastur milli ráðuneyta: „Ekki enn fengið krónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 07:31 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikilvægt að lofað fé skili sér til að starfsemi sé óskert. Vísir/Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda við að standa við gefin loforð gagnvart íþróttahreyfingunni. Vikulega fullvissi stjórnvöld KKÍ um að fé, sem lofað var í mars, skili sér fljótlega en á meðan efndir dragist aukist hættan á að íþróttastarf skerðist. Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“ Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“
Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti