Covid-stuðningur fastur milli ráðuneyta: „Ekki enn fengið krónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 07:31 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikilvægt að lofað fé skili sér til að starfsemi sé óskert. Vísir/Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda við að standa við gefin loforð gagnvart íþróttahreyfingunni. Vikulega fullvissi stjórnvöld KKÍ um að fé, sem lofað var í mars, skili sér fljótlega en á meðan efndir dragist aukist hættan á að íþróttastarf skerðist. Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“ Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“
Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira