„Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. júní 2022 21:50 Hjónin og söngfuglarnir Regína Ósk og Svenni segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. Ást á Sjallanum Regína var þá stödd á Akureyri með góðvini sínum Friðriki Ómari og ákváðu vinirnir að skella sér á tónleika um kvöldið. Akureyringurinn Sigursveinn, eða Svenni eins og hann er oftast kallaður, fékk fljótt auga á Regínu, sem segist reyndar hafa fundist hann horfa full óþægilega mikið á sig í fyrstu. Ég hösslaði hana í Sjallanum á Egó balli, sagði Svenni og hló þegar hjónin sögðu frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Vert'ekki að horfa svona alltaf á mig Regína segist ekki hafa skilið í fyrstu afhverju þessi ungi maður hafi verið að horfa svona á sig en strax hafa fundist hann sætur. Einhvern veginn var hún þó sannfærð um að hann væri samkynhneigður. „Svo kemur hann og segir: „Komdu ég ætla að tala aðeins við þig!““ Regína sagðist þá hafa hugsað með sér að þessi strákur væri með sjálfstraustið í lagi og fundist forvitnilegt að sjá hvert þetta myndi leiða hana. Svenni viðurkennir að hafa vel vitað hver Regína var áður en hann sá hana þetta kvöld. „Mér hafði alltaf fundist hún rosa sæt, svo þegar ég sé hana í Sjallanum hugsaði ég, Bingó!“ Loksins hlýddi hann pabba sínum Vikunni fyrir kvöldið örlagaríka á Sjallanum segir Svenni að pabbi hans og mamma hafi verið að fletta Séð og Heyrt. Þau hafi séð þar grein og mynd af Regínu þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig er að vera einstæð móðir. Pabbi hans hafi þá sagt við móður hans: „Þetta er kona sem Svenni þarf að ná í!“ Um tveimur vikum eftir að Svenni og Regína hittast býður Svenni Regínu heim til foreldra sinna, föður sínum til mikillar undrunar, en Svenni segir hann hafa hálf frosið þegar hann kom auga á Regínu standandi í anddyrinu. Pabbi hans hafi þá síðar sagt: „Loksins hlustaði helvítis drengurinn á mig. Loksins lærði hann eitthvað“ Aldursmunur og dulbúnir flutningar Það er sex ára aldursmunur á Regínu og Svenna sem telst nú ekki stór aldursmunur en á þessum tíma segist Regína hafa fundist hann vera helst til mikill. „Ég var 29 ára einstæð móðir með barn og ég var að deita nýstúdent. Mér leið hrikalega,“ segir Regína og hlær. Þau segja hlutina hafa þróast hratt og eftir að hafa þekkst í nokkra mánuði hafi Svenni verið fluttur suður til Reykjavíkur og „tímabundið“ inn til Regínu, sem átti þá sína eigin íbúð, bíl og barn eins og hún orðar það. View this post on Instagram A post shared by Regi na O sk (@rexarinn) Regína segist hafa fundist það of snemmt að byrja strax að búa saman og hún hafi alltaf verið að spyrja hann hvenær hann ætlaði að finna sér íbúð. Regína hlær þegar hún segir hann greinilega aldrei hafa fundið réttu íbúðina því hann sé enn ekki fluttur út. Vandmeðfarið að kynna nýjan maka fyrir barninu sínu Þegar þau kynnast átti Regína litla stelpu og segir hún þau hafa passað vel upp á það að hún vissi aldrei af því í byrjun þegar Svenni gisti. Regína segir það mjög vandmeðfarið þegar börn eru fyrir á heimilinu og lýsir Svenni því hvernig hann heillaðist strax af dóttur hennar sem hann kallar sína í dag. Þau urðu því fljótt náin og segir Regína frá því þegar dóttir hennar hafi svo að sjálfsdáðum boðið Svenna að gista hjá þeim í fyrsta skipti. Þegar kemur að rómantíkinni segjast þau bæði vera rómantísk að eðlisfari. „Maður þarf bara að passa að gleyma henni ekki,“ segir Regína en hjónin segjast dugleg að gera sér dagamun heima fyrir, stunda áhugamálin sín saman og fara í ferðalög. Hún segir þau líka stundum klæða sig upp á kvöldin, borði kvöldmatinn seint við kertaljós tvö saman. Þó að hún segi það auðvitað mikilvægt að hafa sig til fyrir sjálfan sig sé það líka mikilvægt að hafa sig til fyrir makann sinn. View this post on Instagram A post shared by Regi na O sk (@rexarinn) Ekkert mál að eignast börn Þegar talið berst að skemmtilegum sögum byrjar Svenni að tala um fæðingu fyrsta barns þeirra saman, það hafi verið mögnuð upplifun. „Hún vekur mig um miðja nótt og segist vera komin með hríðir,“ segir Svenni sem varð strax mjög stressaður þó svo að Regína hafi verið pollróleg og beðið hann um að koma að spila. Ertu eitthvað geðveik – eigum við ekki að drífa okkur? Þegar þau komu svo loksins upp á spítala, eftir að Svenni hafi ýtt á eftir því oftar en einu sinni, var Regína komin með um sjö í útvíkkun. Þau voru búin að ákveða að reyna fæðingu í vatni og fóru þau saman pottinn. Svenni lýsir því svo þegar Regína segir allt í einu, „Mér líður eins og ég þurfi að rembast?“. Ljósmóðirin hafi þá sagt henni að gera það. „Allt í einu kom svo bara haus, úr klofinu á henni og mér,“ segir Svenni þegar hann lýsir upplifun sinni af fæðingunni en í næsta rembing hafi barnið svo komið. Regína gerir grín að því þegar Svenni segir við annað fólk hvað það sé auðvelt að eignast börn en báðar fæðingar barna þeirra hafi gengið eins og í sögu. Í þættinum tala þau Regína og Svenni um tónlistina sem þau eiga sameiginlega, heilsuna, brúðkaupið og svo auðvitað bónorðið, sem Svenni bar upp við ansi hressilegar aðstæður. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Regínu og Svenna í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Ást á Sjallanum Regína var þá stödd á Akureyri með góðvini sínum Friðriki Ómari og ákváðu vinirnir að skella sér á tónleika um kvöldið. Akureyringurinn Sigursveinn, eða Svenni eins og hann er oftast kallaður, fékk fljótt auga á Regínu, sem segist reyndar hafa fundist hann horfa full óþægilega mikið á sig í fyrstu. Ég hösslaði hana í Sjallanum á Egó balli, sagði Svenni og hló þegar hjónin sögðu frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Vert'ekki að horfa svona alltaf á mig Regína segist ekki hafa skilið í fyrstu afhverju þessi ungi maður hafi verið að horfa svona á sig en strax hafa fundist hann sætur. Einhvern veginn var hún þó sannfærð um að hann væri samkynhneigður. „Svo kemur hann og segir: „Komdu ég ætla að tala aðeins við þig!““ Regína sagðist þá hafa hugsað með sér að þessi strákur væri með sjálfstraustið í lagi og fundist forvitnilegt að sjá hvert þetta myndi leiða hana. Svenni viðurkennir að hafa vel vitað hver Regína var áður en hann sá hana þetta kvöld. „Mér hafði alltaf fundist hún rosa sæt, svo þegar ég sé hana í Sjallanum hugsaði ég, Bingó!“ Loksins hlýddi hann pabba sínum Vikunni fyrir kvöldið örlagaríka á Sjallanum segir Svenni að pabbi hans og mamma hafi verið að fletta Séð og Heyrt. Þau hafi séð þar grein og mynd af Regínu þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig er að vera einstæð móðir. Pabbi hans hafi þá sagt við móður hans: „Þetta er kona sem Svenni þarf að ná í!“ Um tveimur vikum eftir að Svenni og Regína hittast býður Svenni Regínu heim til foreldra sinna, föður sínum til mikillar undrunar, en Svenni segir hann hafa hálf frosið þegar hann kom auga á Regínu standandi í anddyrinu. Pabbi hans hafi þá síðar sagt: „Loksins hlustaði helvítis drengurinn á mig. Loksins lærði hann eitthvað“ Aldursmunur og dulbúnir flutningar Það er sex ára aldursmunur á Regínu og Svenna sem telst nú ekki stór aldursmunur en á þessum tíma segist Regína hafa fundist hann vera helst til mikill. „Ég var 29 ára einstæð móðir með barn og ég var að deita nýstúdent. Mér leið hrikalega,“ segir Regína og hlær. Þau segja hlutina hafa þróast hratt og eftir að hafa þekkst í nokkra mánuði hafi Svenni verið fluttur suður til Reykjavíkur og „tímabundið“ inn til Regínu, sem átti þá sína eigin íbúð, bíl og barn eins og hún orðar það. View this post on Instagram A post shared by Regi na O sk (@rexarinn) Regína segist hafa fundist það of snemmt að byrja strax að búa saman og hún hafi alltaf verið að spyrja hann hvenær hann ætlaði að finna sér íbúð. Regína hlær þegar hún segir hann greinilega aldrei hafa fundið réttu íbúðina því hann sé enn ekki fluttur út. Vandmeðfarið að kynna nýjan maka fyrir barninu sínu Þegar þau kynnast átti Regína litla stelpu og segir hún þau hafa passað vel upp á það að hún vissi aldrei af því í byrjun þegar Svenni gisti. Regína segir það mjög vandmeðfarið þegar börn eru fyrir á heimilinu og lýsir Svenni því hvernig hann heillaðist strax af dóttur hennar sem hann kallar sína í dag. Þau urðu því fljótt náin og segir Regína frá því þegar dóttir hennar hafi svo að sjálfsdáðum boðið Svenna að gista hjá þeim í fyrsta skipti. Þegar kemur að rómantíkinni segjast þau bæði vera rómantísk að eðlisfari. „Maður þarf bara að passa að gleyma henni ekki,“ segir Regína en hjónin segjast dugleg að gera sér dagamun heima fyrir, stunda áhugamálin sín saman og fara í ferðalög. Hún segir þau líka stundum klæða sig upp á kvöldin, borði kvöldmatinn seint við kertaljós tvö saman. Þó að hún segi það auðvitað mikilvægt að hafa sig til fyrir sjálfan sig sé það líka mikilvægt að hafa sig til fyrir makann sinn. View this post on Instagram A post shared by Regi na O sk (@rexarinn) Ekkert mál að eignast börn Þegar talið berst að skemmtilegum sögum byrjar Svenni að tala um fæðingu fyrsta barns þeirra saman, það hafi verið mögnuð upplifun. „Hún vekur mig um miðja nótt og segist vera komin með hríðir,“ segir Svenni sem varð strax mjög stressaður þó svo að Regína hafi verið pollróleg og beðið hann um að koma að spila. Ertu eitthvað geðveik – eigum við ekki að drífa okkur? Þegar þau komu svo loksins upp á spítala, eftir að Svenni hafi ýtt á eftir því oftar en einu sinni, var Regína komin með um sjö í útvíkkun. Þau voru búin að ákveða að reyna fæðingu í vatni og fóru þau saman pottinn. Svenni lýsir því svo þegar Regína segir allt í einu, „Mér líður eins og ég þurfi að rembast?“. Ljósmóðirin hafi þá sagt henni að gera það. „Allt í einu kom svo bara haus, úr klofinu á henni og mér,“ segir Svenni þegar hann lýsir upplifun sinni af fæðingunni en í næsta rembing hafi barnið svo komið. Regína gerir grín að því þegar Svenni segir við annað fólk hvað það sé auðvelt að eignast börn en báðar fæðingar barna þeirra hafi gengið eins og í sögu. Í þættinum tala þau Regína og Svenni um tónlistina sem þau eiga sameiginlega, heilsuna, brúðkaupið og svo auðvitað bónorðið, sem Svenni bar upp við ansi hressilegar aðstæður. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Regínu og Svenna í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00
Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00