Lífið

Í stresskasti fyrir bónorðið og ekki hella heitu vatni í blandarann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva gerði mistök í þættinum með heitu vatni.
Eva gerði mistök í þættinum með heitu vatni.

Ný þáttaröð af Ísskápastríðinu hófst á Stöð 2 í gærkvöldi. Fyrstu þátttakendur að þessu sinni voru þau Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson sem starfa bæði sem leikarar en eru einnig par.

Oddur fékk það verkefni að vera með Gumma Ben í liði og var Ebba í liði með Evu. Sem fyrr voru þau Hrefna Sætran og Siggi Hall dómararnir en nú hafa verið gerðar breytingar á reglunum.

Dómarar hafa vald til þess að læða ákveðnum hindrunum á keppendur í miðri keppni sem gera verkefnið enn erfiðara. Ebba sagði virkilega skemmtilega sögu frá því þegar Oddur ætlaði sér að biðja hennar og var í stresskasti meðan hún var að reiða fram risotto heima og hann mana sig upp í verkefnið.

Í þættinum í gær fengu keppendur allt í einu senda fram hindrun frá dómurunum og það þegar matreiða átti aðalréttinn. Sú hindrun var á þá leið að bannað væri að nota ofninn við aðalréttinn. Eva Laufey gerði þau mistök að hella sjóðandi heitu vatni í blandarann sem er greinilega ekki alveg málið.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þar sem margt fór í raun úrskeiðis.

Klippa: Allt í steik í eldhúsinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×