Flestir segja makann fara frekar oft í taugarnar á sér Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 14:29 Það getur stundum verið kómískt og saklaust það sem fer í taugarnar á okkur við makann en þegar pirringurinn fer taka meira pláss en minna er réttilegast að leita sér hjálpar. Getty Eins dásamlegt og það getur verið að eyða tíma með sínum betri helming, ástinni sinni, draumamakanum... Getur það líka reynt á taugarnar! Líklega eru flestir sammála um það að ástarsambönd eru ekki alltaf bara dans á rósum og þarf fólk að læra að lifa með kostum og göllum hvors annars til að dæmið gangi upp. Pör verja mismiklum tíma saman og er það einnig mjög misjafnt hversu fólk er samstíga í sambandinu og lífinu. Hversu gott skap eða jafnaðargeð sem fólk hefur er þó alltaf eitthvað sem getur reynt á taugarnar. Makamál spurðu á dögunum lesendur Vísis hvort að makinn færi stundum í taugarnar á þeim. Yfir sjöþúsund manns svöruðu könnuninni, sem var að þessu sinni kynjaskipt í konur og karla. Niðurstöðurnar voru skýrar en meirihluti bæði karla og kvenna segir makann frekar oft fara í taugarnar á þeim. Vikulega og/eða oftar eða daglega og/eða oftar. *Niðurstöður KONUR: Já, oft - (allavega daglega) - 26% Já, stundum (vikulega eða oftar) - 42% Nei, mjög sjaldan - 25% Nei, aldrei - 7% KARLAR: Já, oft - (allavega daglega) - 18% Já, stundum (vikulega eða oftar) 41% Nei, mjög sjaldan - 32% Nei, aldrei - 9% Konur láta makann fara meira í taugarnar á sér Samkvæmt þessu segja fleiri konur makann fara oft í taugarnar á sér en samtals eru það 68% kvenna sem svara því að makinn fari vikulega eða oftar í taugarnar á þeim á móti 59% karla. Þó að þessar tölur virðist kannski háar ætti það ekkert endilega að vera óeðlilegt að fólk upplifi pirring í sambandinu sínu. Það sem líklega skiptir þar mestu er eðli pirringsins. Ef þetta eru saklausir hlutir sem fara í taugarnar á þér eins og að gleyma lyklum, ganga ekki frá þvottinum, tala alltaf yfir sjónvarpinu eða annað í þessum dúr þá ætti fólk ekki að hafa miklar áhyggjur. Með réttum leiðum getur fólk unnið sig í gegnum pirring af þessu tagi og skiptir þolinmæði og virðing þá miklu máli. Mörg pör grínast með það sem fer í taugarnar á þeim við makann og sýna þessum tilfinningum ást og virðingu þrátt fyrir að pirrast einstaka sinnum. En þegar pirringurinn er farinn að taka yfir sambandið ætti að vera ráðlegast að leita sér aðstoðar. Getty Saklaus pirringur eða eitruð samskipti? Það sem fólk ætti hinsvegar að staldra við er þegar það upplifir pirringinn í sambandinu oftar en ekki og þegar hann er farinn að leiða af sér mikla spennu og jafnvel eitruð samskipti. Ef aðili í ástarsambandi upplifir að makinn sé alltaf pirraður út í sig getur það haft nokkuð alvarlegar afleiðingar á sjálfstraust og sjálfsálit manneskjunnar, sem og sambandið. Í þessum tilfellum ætti fólk hiklaust að leita sér hjálpar til að átta sig á stöðu sambandsins og fá leiðsögn hvað best sé að gera. Það getur stundum verið snúið að sjá hvaðan pirringurinn okkar kemur upphaflega og í sumum tilvikum verður makinn, eða það sem hann gerir, óréttilega áfangastaður fyrir neikvæðar tilfinningar sem við getum verið að upplifa. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Gleymir tyggjói á náttborðinu, talar yfir bíómyndir, er alltaf í símanum, hrýtur of hátt, gleymir að setja setuna niður, hendir fötunum á gólfið, lokar aldrei skápunum, hlustar aldrei eða smjattar of hátt? 3. júní 2022 09:00 Hefur þér liðið eins og maki þinn skammist sín fyrir þig? Virðing er ein af grunnstoðunum í flestum ástarsamböndum. Að bera virðingu fyrir maka sínum og finna fyrir gagnkvæmri virðingu. Að finna fyrir því að makinn sé stoltur af þér, vilji sýna þig, hreyki sér af þér og lyfti þér upp sem manneskju. 30. apríl 2021 11:01 Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Líklega eru flestir sammála um það að ástarsambönd eru ekki alltaf bara dans á rósum og þarf fólk að læra að lifa með kostum og göllum hvors annars til að dæmið gangi upp. Pör verja mismiklum tíma saman og er það einnig mjög misjafnt hversu fólk er samstíga í sambandinu og lífinu. Hversu gott skap eða jafnaðargeð sem fólk hefur er þó alltaf eitthvað sem getur reynt á taugarnar. Makamál spurðu á dögunum lesendur Vísis hvort að makinn færi stundum í taugarnar á þeim. Yfir sjöþúsund manns svöruðu könnuninni, sem var að þessu sinni kynjaskipt í konur og karla. Niðurstöðurnar voru skýrar en meirihluti bæði karla og kvenna segir makann frekar oft fara í taugarnar á þeim. Vikulega og/eða oftar eða daglega og/eða oftar. *Niðurstöður KONUR: Já, oft - (allavega daglega) - 26% Já, stundum (vikulega eða oftar) - 42% Nei, mjög sjaldan - 25% Nei, aldrei - 7% KARLAR: Já, oft - (allavega daglega) - 18% Já, stundum (vikulega eða oftar) 41% Nei, mjög sjaldan - 32% Nei, aldrei - 9% Konur láta makann fara meira í taugarnar á sér Samkvæmt þessu segja fleiri konur makann fara oft í taugarnar á sér en samtals eru það 68% kvenna sem svara því að makinn fari vikulega eða oftar í taugarnar á þeim á móti 59% karla. Þó að þessar tölur virðist kannski háar ætti það ekkert endilega að vera óeðlilegt að fólk upplifi pirring í sambandinu sínu. Það sem líklega skiptir þar mestu er eðli pirringsins. Ef þetta eru saklausir hlutir sem fara í taugarnar á þér eins og að gleyma lyklum, ganga ekki frá þvottinum, tala alltaf yfir sjónvarpinu eða annað í þessum dúr þá ætti fólk ekki að hafa miklar áhyggjur. Með réttum leiðum getur fólk unnið sig í gegnum pirring af þessu tagi og skiptir þolinmæði og virðing þá miklu máli. Mörg pör grínast með það sem fer í taugarnar á þeim við makann og sýna þessum tilfinningum ást og virðingu þrátt fyrir að pirrast einstaka sinnum. En þegar pirringurinn er farinn að taka yfir sambandið ætti að vera ráðlegast að leita sér aðstoðar. Getty Saklaus pirringur eða eitruð samskipti? Það sem fólk ætti hinsvegar að staldra við er þegar það upplifir pirringinn í sambandinu oftar en ekki og þegar hann er farinn að leiða af sér mikla spennu og jafnvel eitruð samskipti. Ef aðili í ástarsambandi upplifir að makinn sé alltaf pirraður út í sig getur það haft nokkuð alvarlegar afleiðingar á sjálfstraust og sjálfsálit manneskjunnar, sem og sambandið. Í þessum tilfellum ætti fólk hiklaust að leita sér hjálpar til að átta sig á stöðu sambandsins og fá leiðsögn hvað best sé að gera. Það getur stundum verið snúið að sjá hvaðan pirringurinn okkar kemur upphaflega og í sumum tilvikum verður makinn, eða það sem hann gerir, óréttilega áfangastaður fyrir neikvæðar tilfinningar sem við getum verið að upplifa. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Gleymir tyggjói á náttborðinu, talar yfir bíómyndir, er alltaf í símanum, hrýtur of hátt, gleymir að setja setuna niður, hendir fötunum á gólfið, lokar aldrei skápunum, hlustar aldrei eða smjattar of hátt? 3. júní 2022 09:00 Hefur þér liðið eins og maki þinn skammist sín fyrir þig? Virðing er ein af grunnstoðunum í flestum ástarsamböndum. Að bera virðingu fyrir maka sínum og finna fyrir gagnkvæmri virðingu. Að finna fyrir því að makinn sé stoltur af þér, vilji sýna þig, hreyki sér af þér og lyfti þér upp sem manneskju. 30. apríl 2021 11:01 Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Gleymir tyggjói á náttborðinu, talar yfir bíómyndir, er alltaf í símanum, hrýtur of hátt, gleymir að setja setuna niður, hendir fötunum á gólfið, lokar aldrei skápunum, hlustar aldrei eða smjattar of hátt? 3. júní 2022 09:00
Hefur þér liðið eins og maki þinn skammist sín fyrir þig? Virðing er ein af grunnstoðunum í flestum ástarsamböndum. Að bera virðingu fyrir maka sínum og finna fyrir gagnkvæmri virðingu. Að finna fyrir því að makinn sé stoltur af þér, vilji sýna þig, hreyki sér af þér og lyfti þér upp sem manneskju. 30. apríl 2021 11:01
Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01