Maðurinn sem Dua Lipa merkir á myndina heitir Pat Boguslawski og er titlaður sem „movement director“ á heimasíðu sinni.
Hann hefur unnið við fjölda tískuverkefna fyrir Vogue og Gucci og vann með bresku tónlistarkonunni í myndatöku fyrir W Magazine. Í hans Instagram-sögu má sjá mynd af svörtum bíl og hvítu hjólhýsi sem hann merkir Íslandi.

Þegar blaðamaður hringdi í Kukl til að forvitnast um verkefnið gátu þau ekkert staðfest en af myndunum að dæma má ætla að tónlistarkonan breska sé að taka upp auglýsingu eða tónlistarmyndband eða í tískumyndatöku.
Hér að neðan má sjá myndband við eitt af þekktari lögum söngkonunnar, Physical.