Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 20:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. Hafró lagði til að aflamark þorsks yrði lækkað um sex prósent á næsta fiskveiðiári í dag. Kvótinn færi úr 222 þúsund tonnum í 209 þúsund. Sjávarútvegsráðherra gefur út kvóta síðar á þessu ári. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þorskvótinn hefði verið minnkaður um 23 prósent á þremur árum. Það jafnaðist á við um þriggja mánaða veiðar. Sala á þorski er um helmingur af heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða. Frekari samdráttur á þorskkvóta drægi því verulega úr útflutningstekjum. „Þetta er allt háð gengi, hvaða afurðir við erum að vinna, hvaða verð við erum að fá fyrir fiskinn. En ef við myndum miða við að veröldin væri óbreytt frá fyrra ári, þá er þetta kannski hvað varðar heildina fyrir sjávarútveg, þá er þetta kannski samdráttur upp á kannski sjö milljarða af heildarútflutningsverðmæti,“ sagði hún. Um lækkun aflamarks þorsks sagði Hafró að hana mætti rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að viðmiðunarstofninn færi hægt vaxandi næstu tvö til þrjú árin þar sem árgangar frá 2019 og 2020 væru metnir yfir meðallagi. Sjávarútvegur Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hafró lagði til að aflamark þorsks yrði lækkað um sex prósent á næsta fiskveiðiári í dag. Kvótinn færi úr 222 þúsund tonnum í 209 þúsund. Sjávarútvegsráðherra gefur út kvóta síðar á þessu ári. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þorskvótinn hefði verið minnkaður um 23 prósent á þremur árum. Það jafnaðist á við um þriggja mánaða veiðar. Sala á þorski er um helmingur af heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða. Frekari samdráttur á þorskkvóta drægi því verulega úr útflutningstekjum. „Þetta er allt háð gengi, hvaða afurðir við erum að vinna, hvaða verð við erum að fá fyrir fiskinn. En ef við myndum miða við að veröldin væri óbreytt frá fyrra ári, þá er þetta kannski hvað varðar heildina fyrir sjávarútveg, þá er þetta kannski samdráttur upp á kannski sjö milljarða af heildarútflutningsverðmæti,“ sagði hún. Um lækkun aflamarks þorsks sagði Hafró að hana mætti rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu. Hins vegar væri gert ráð fyrir að viðmiðunarstofninn færi hægt vaxandi næstu tvö til þrjú árin þar sem árgangar frá 2019 og 2020 væru metnir yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira