Alþjóðasundsambandið takmarkar þátttöku transkvenna í kvennaflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 09:00 Lia Thomas mun ekki geta keppt á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð eftir ákvörðun FINA. Rich von Biberstein/Getty Images FINA, Alþjóðasundsambandið, hefur tilkynnt breytingu á regluverki sambandsins. Samkvæmt nýjum reglum þurfa transkonur að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera. Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera.
Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti