„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2022 22:40 Arthur Bogason er formaður Landssambands smábátaeigenda. Einar Árnason Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að strandveiðarnar hafi verið að gefa óvenju vel af sér þetta sumarið. Miðað við leyfðan dagskammt og það fiskverð sem er þessa dagana þá er hver róður að gefa að jafnaði í brúttótekjur um eða yfir þrjúhundruð þúsund krónur eftir daginn. Strandveiðisjómenn landa í Árneshreppi á Ströndum. Höfnin í Norðurfirði er núna í ellefta sæti yfir aflahæstu strandveiðihafnir landsins, með 227 tonn, en var í fimmta sæti yfir landið í fyrra.Egill Aðalsteinsson Meðalafli úr róðri er núna um 50 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra og þorskverð um fjórðungi hærra, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. „Þetta eru algjör met. Við höfum verið að slá aflamet per dag aftur og aftur og alveg ljóst að það er fullt af fiski á miðunum. Við þurfum bara að fá það viðurkennt,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og segir sorglegt að þetta virðist fara framhjá vísindamönnum. „Því að upplifun manna á miðunum, hún er ekki í neinu samræmi við það sem Hafró er að segja; annarsvegar að stofninn sé í rosalega góðu lagi, og hins vegar að það þurfi að skera niður veiðiheimildir.“ Svo mikið er víst, strandveiðiflotinn er á sex vikum búinn með um sextíu prósent kvótans. „Hann gæti bara klárast fyrir byrjun ágúst, miðað við þetta áframhald,“ segir Arthur. Tíu aflahæstu hafnir landsins, það sem af er strandveiðunum, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Allar eru á vestan- og norðvestanverðu landinu, nema Hornafjörður.Grafík/Kristján Jónsson Listi Fiskistofu yfir aflahæstu hafnir, með Patreksfjörð, Bolungarvík og Ólafsvík á toppnum, sýnir að mest hefur veiðst vestanlands, en Arthur segir alvarlegast ef önnur strandveiðisvæði verða útundan. „Sérstaklega náttúrlega svæðið fyrir norðan og norðaustan. Þar er bara rétt að byrja að fiskast núna.“ Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Í fyrra endaði Bakkafjörður í níunda sæti yfir aflahæstu hafnir strandveiðanna. Núna er Bakkafjörður í sautjánda sæti.Arnar Halldórsson Hann segir bara eitt til ráða: „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta, eða meiri aflaheimildir. Því að smábátaútgerðin hefur aldrei átt, og hún átti aldrei neina sök í því að hér þurfti að fara að takmarka veiðar. Þetta voru stóru skipin, stórútgerðin, sem á allan heiðurinn af því. Og fyrir vikið þá á að koma öðruvísi fram við smábátaútgerðina, hvort sem það heitir strandveiðar eða aðrar veiðar. Og þær eiga að njóta forgangs vegna forsögu mála,“ segir formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er listi Fiskistofu í heild yfir löndunarhafnir á strandveiðunum: Löndunarhöfn Afli úr sjó kg Patreksfjörður 687.852 Bolungarvík 542.020 Ólafsvík 532.304 Arnarstapi 404.773 Hornafjörður 398.759 Rif 336.586 Sandgerði 311.831 Skagaströnd 296.326 Suðureyri 254.887 Tálknafjörður 249.602 Norðurfjörður 227.026 Grundarfjörður 220.604 Siglufjörður 217.167 Stykkishólmur 152.555 Húsavík 130.637 Akranes 108.872 Bakkafjörður 101.073 Þorlákshöfn 100.469 Bíldudalur 94.727 Djúpivogur 90.689 Þingeyri 79.258 Vestmannaeyjar 78.360 Grindavík 70.369 Borgarfjörður eystri 68.741 Flateyri 68.399 Neskaupstaður 68.301 Grímsey 64.873 Dalvík 61.044 Sauðárkrókur 60.920 Hólmavík 53.642 Drangsnes 47.762 Þórshöfn 43.834 Raufarhöfn 35.245 Hofsós 28.535 Stöðvarfjörður 27.338 Brjánslækur 24.780 Akureyri 22.201 Hafnarfjörður 20.363 Vopnafjörður 18.534 Kópasker 15.321 Breiðdalsvík 10.342 Reykjavík 4.707 Ólafsfjörður 4.132 Seyðisfjörður 3.993 Hrísey 3.816 Eskifjörður 595 Mjóifjörður 251 Samtals 6.444.415 Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að strandveiðarnar hafi verið að gefa óvenju vel af sér þetta sumarið. Miðað við leyfðan dagskammt og það fiskverð sem er þessa dagana þá er hver róður að gefa að jafnaði í brúttótekjur um eða yfir þrjúhundruð þúsund krónur eftir daginn. Strandveiðisjómenn landa í Árneshreppi á Ströndum. Höfnin í Norðurfirði er núna í ellefta sæti yfir aflahæstu strandveiðihafnir landsins, með 227 tonn, en var í fimmta sæti yfir landið í fyrra.Egill Aðalsteinsson Meðalafli úr róðri er núna um 50 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra og þorskverð um fjórðungi hærra, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. „Þetta eru algjör met. Við höfum verið að slá aflamet per dag aftur og aftur og alveg ljóst að það er fullt af fiski á miðunum. Við þurfum bara að fá það viðurkennt,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og segir sorglegt að þetta virðist fara framhjá vísindamönnum. „Því að upplifun manna á miðunum, hún er ekki í neinu samræmi við það sem Hafró er að segja; annarsvegar að stofninn sé í rosalega góðu lagi, og hins vegar að það þurfi að skera niður veiðiheimildir.“ Svo mikið er víst, strandveiðiflotinn er á sex vikum búinn með um sextíu prósent kvótans. „Hann gæti bara klárast fyrir byrjun ágúst, miðað við þetta áframhald,“ segir Arthur. Tíu aflahæstu hafnir landsins, það sem af er strandveiðunum, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Allar eru á vestan- og norðvestanverðu landinu, nema Hornafjörður.Grafík/Kristján Jónsson Listi Fiskistofu yfir aflahæstu hafnir, með Patreksfjörð, Bolungarvík og Ólafsvík á toppnum, sýnir að mest hefur veiðst vestanlands, en Arthur segir alvarlegast ef önnur strandveiðisvæði verða útundan. „Sérstaklega náttúrlega svæðið fyrir norðan og norðaustan. Þar er bara rétt að byrja að fiskast núna.“ Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Í fyrra endaði Bakkafjörður í níunda sæti yfir aflahæstu hafnir strandveiðanna. Núna er Bakkafjörður í sautjánda sæti.Arnar Halldórsson Hann segir bara eitt til ráða: „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta, eða meiri aflaheimildir. Því að smábátaútgerðin hefur aldrei átt, og hún átti aldrei neina sök í því að hér þurfti að fara að takmarka veiðar. Þetta voru stóru skipin, stórútgerðin, sem á allan heiðurinn af því. Og fyrir vikið þá á að koma öðruvísi fram við smábátaútgerðina, hvort sem það heitir strandveiðar eða aðrar veiðar. Og þær eiga að njóta forgangs vegna forsögu mála,“ segir formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er listi Fiskistofu í heild yfir löndunarhafnir á strandveiðunum: Löndunarhöfn Afli úr sjó kg Patreksfjörður 687.852 Bolungarvík 542.020 Ólafsvík 532.304 Arnarstapi 404.773 Hornafjörður 398.759 Rif 336.586 Sandgerði 311.831 Skagaströnd 296.326 Suðureyri 254.887 Tálknafjörður 249.602 Norðurfjörður 227.026 Grundarfjörður 220.604 Siglufjörður 217.167 Stykkishólmur 152.555 Húsavík 130.637 Akranes 108.872 Bakkafjörður 101.073 Þorlákshöfn 100.469 Bíldudalur 94.727 Djúpivogur 90.689 Þingeyri 79.258 Vestmannaeyjar 78.360 Grindavík 70.369 Borgarfjörður eystri 68.741 Flateyri 68.399 Neskaupstaður 68.301 Grímsey 64.873 Dalvík 61.044 Sauðárkrókur 60.920 Hólmavík 53.642 Drangsnes 47.762 Þórshöfn 43.834 Raufarhöfn 35.245 Hofsós 28.535 Stöðvarfjörður 27.338 Brjánslækur 24.780 Akureyri 22.201 Hafnarfjörður 20.363 Vopnafjörður 18.534 Kópasker 15.321 Breiðdalsvík 10.342 Reykjavík 4.707 Ólafsfjörður 4.132 Seyðisfjörður 3.993 Hrísey 3.816 Eskifjörður 595 Mjóifjörður 251 Samtals 6.444.415
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23
Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25
Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35