Lífið

Fyrr­verandi hljóm­borðs­leikari Fleetwood Mac látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Brett Tuggle á tónleikum í Kaliforníu árið 2019.
Brett Tuggle á tónleikum í Kaliforníu árið 2019. Getty

Brett Tuggle, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, er látinn, sjötugur að aldri. Hann lést af völdum krabbameins.

Sonur Tuggles, Matt, staðfestir andlátið í samtali við tímaritið Rolling Stone.

„Fjölskylda hans stóð með honum öll veikindin. Hann var elskaður faðir,“ segir Matt.

Auk þess að vera fyrrverandi liðsmaður Fleetwood Mac og David Lee Roth Band spilaði Tuggle einnig með þeim Jimmy Page, Rick Springfield og Coverdale. Hann var auk þess einn höfunda David Lee Roth-lagsins Just Like Paradise frá árinu 1988.

Hinn bandaríski Brett Tuggle spilaði með Fleetwood Mac á tónleikaferðalögum sveitarinnar á árunum 1997 til 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.