Þjálfarinn lýsti lífsbjörginni: „Einbeitti mér að því að láta hana anda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 14:35 Andrea Fuentes tekur um háls Anitu Alvarez til að kanna hvort hún sé með lífsmarki. epa/Zsolt Szigetvary Snarræði þjálfarans Andreu Fuentes kom í veg fyrir að illa færi þegar það leið yfir bandarísku listsundkonuna Anitu Alvarez á HM í 50 metra laug í Búdapest í gær. Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra. Sund Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra.
Sund Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira