Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Stafrænni miðlun og markaðsmálum hjá Advania, í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að greina vandann og að unnið sé viðgerð. Hún segir að viðgerðum miði í rétta átt.
Þóra segir að um sé að ræða bilun í netþjónustu í hýsingarumhverfi fyrirtæksins og því sé ekki um netárás að ræða.
Hún beinir því til viðskiptavina að upplýsingar um framvindu viðgerðarinnar séu settar inn á síðuna advania.info.