Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2022 07:54 Eva Björg Sigurðardóttir með fyrsta laxinn úr Stóru laxá í sumar. Stóra Laxá verður líklega sú laxveiðiá sem gæti fundið mest fyrir upptöku neta í Ölfusá- Hvítár vatnasavæðinu en veiði er hafin í ánni. Fyrstu laxarnir sáust í síðustu viku á svæði fjögur og þar af voru nokkrir rígvænir. Fyrsti laxinn er þegar kominn á land í ánni sem var að opna og það var Eva Björg Sigurðardóttir sem landaði honum en þetta var 87 sm hængur sem kom á Collie Dog. Nýtt veiðihús og breytt skipulag á veiðisvæðinu tekur við þeim veiðimönnum sem mæta í Stóru Laxá í sumar og núna eru svæði 1-2-3 veidd saman en svæði 4 er ennþá veitt sér. Eftir þessa breytingu væri nær að kalla svæðin sem voru í eina tíð seld í sitthvoru lagi, þó svo að svæði 1-2 hafi lengi verið seld saman, einu nafi og svæði 4 þar sem áin rennur um falleg gljúfur öðru nafni. Nýtt veiðihús hefur verið tekið í notkun á neðra svæðinu og er það sérstaklega glæsilegt og vel búið. Það verður spennandi að fylgjast með Stóru Laxá í sumar. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Fyrstu laxarnir sáust í síðustu viku á svæði fjögur og þar af voru nokkrir rígvænir. Fyrsti laxinn er þegar kominn á land í ánni sem var að opna og það var Eva Björg Sigurðardóttir sem landaði honum en þetta var 87 sm hængur sem kom á Collie Dog. Nýtt veiðihús og breytt skipulag á veiðisvæðinu tekur við þeim veiðimönnum sem mæta í Stóru Laxá í sumar og núna eru svæði 1-2-3 veidd saman en svæði 4 er ennþá veitt sér. Eftir þessa breytingu væri nær að kalla svæðin sem voru í eina tíð seld í sitthvoru lagi, þó svo að svæði 1-2 hafi lengi verið seld saman, einu nafi og svæði 4 þar sem áin rennur um falleg gljúfur öðru nafni. Nýtt veiðihús hefur verið tekið í notkun á neðra svæðinu og er það sérstaklega glæsilegt og vel búið. Það verður spennandi að fylgjast með Stóru Laxá í sumar.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði