ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júní 2022 07:01 Orka Náttúrunnar (ON) Vísir Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík. Útboð fór fram í ágúst árið 2020 þar sem kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10,8 milljónir. Knýr ehf. bauð hæst rúmar 227 milljónir króna, Bílahleðslan ehf. bauð 85 milljónir og Ísorka ehf. með 25,5 milljónir króna. ON (Orka náttúrunnar) bauð hins vegar 113 þúsund króna greiðslu til Reykjavíkurborgar fyrir að setja upp stöðvarnar. Í framhaldinu gekk Reykjavíkurborg að samningum við Orkuveitu Reykjavíkur, sem er eigandi ON og Veitum sem eru systurfélag ON. Samningarnir kváðu á um að ON myndi annast uppsetningu 71 hleðslustöðvar á víð og dreif um borgina sem liður í innviðauppbyggingu fyrir rafbíla. Innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru, auk móðurfélagsins, fyrirtækin Veitur, Orka Náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.vísir/vilhelm Ísorka kærði svo útboðið og fór fram á að ákvörðun Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um samninga við ON yrði felld úr gildi. Niðurstaða kærunefndar útboðsmála var á þá leið að stöðva skyldi notkun hleðslustöðva ON. Auk þess var Reykjavíkurborg gert að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna málsins. Auk þess sem skaðabótaskylda Reykjavíkur gagnvart Ísorku ehf. viðurkennd. Tímalínur Úrskurður kærunefndarinnar er dagsettur 11. júní 2021. Útboðið var opnað í ágúst árið 2020, Ísorka beindi upphaflegri kæru sinni til kærunefndarinnar þann 8. október 2020 og breytti svo kröfugerð sinni þann 8. febrúar 2021. Niðurstaða Landsréttar Dómur Landsréttar síðan á fimmtudag staðfestir hins vegar ógildingu á úrskurði kærunefndarinnar, eins og áður segir. Í dómi Landsréttar segir að kærufrestur vegna mála hjá kærunefnd útboðsmála sé 20 dagar og að frestur til að krefjast óvirkni samnings sé 30 dagar. En niðurstaða Landsréttar byggir á því að kröfu Ísorku hefði ekki átt að taka til greina fyrir kærunefnd útboðsmála enda hafi viðeigandi frestir verið liðnir. Þá segir í útdrætti á heimasíðu Landsréttar: „Kærunefndinni hafi því verið óheimilt að taka þá kröfu til meðferðar. Þar sem niðurstaða nefndarinnar hafi verið að taka kröfuna til greina væri slíkur annmarki á málsmeðferð hennar að óhjákvæmilegt væri að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms.“ Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Orkuskipti Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent
Útboð fór fram í ágúst árið 2020 þar sem kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10,8 milljónir. Knýr ehf. bauð hæst rúmar 227 milljónir króna, Bílahleðslan ehf. bauð 85 milljónir og Ísorka ehf. með 25,5 milljónir króna. ON (Orka náttúrunnar) bauð hins vegar 113 þúsund króna greiðslu til Reykjavíkurborgar fyrir að setja upp stöðvarnar. Í framhaldinu gekk Reykjavíkurborg að samningum við Orkuveitu Reykjavíkur, sem er eigandi ON og Veitum sem eru systurfélag ON. Samningarnir kváðu á um að ON myndi annast uppsetningu 71 hleðslustöðvar á víð og dreif um borgina sem liður í innviðauppbyggingu fyrir rafbíla. Innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru, auk móðurfélagsins, fyrirtækin Veitur, Orka Náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.vísir/vilhelm Ísorka kærði svo útboðið og fór fram á að ákvörðun Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um samninga við ON yrði felld úr gildi. Niðurstaða kærunefndar útboðsmála var á þá leið að stöðva skyldi notkun hleðslustöðva ON. Auk þess var Reykjavíkurborg gert að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna málsins. Auk þess sem skaðabótaskylda Reykjavíkur gagnvart Ísorku ehf. viðurkennd. Tímalínur Úrskurður kærunefndarinnar er dagsettur 11. júní 2021. Útboðið var opnað í ágúst árið 2020, Ísorka beindi upphaflegri kæru sinni til kærunefndarinnar þann 8. október 2020 og breytti svo kröfugerð sinni þann 8. febrúar 2021. Niðurstaða Landsréttar Dómur Landsréttar síðan á fimmtudag staðfestir hins vegar ógildingu á úrskurði kærunefndarinnar, eins og áður segir. Í dómi Landsréttar segir að kærufrestur vegna mála hjá kærunefnd útboðsmála sé 20 dagar og að frestur til að krefjast óvirkni samnings sé 30 dagar. En niðurstaða Landsréttar byggir á því að kröfu Ísorku hefði ekki átt að taka til greina fyrir kærunefnd útboðsmála enda hafi viðeigandi frestir verið liðnir. Þá segir í útdrætti á heimasíðu Landsréttar: „Kærunefndinni hafi því verið óheimilt að taka þá kröfu til meðferðar. Þar sem niðurstaða nefndarinnar hafi verið að taka kröfuna til greina væri slíkur annmarki á málsmeðferð hennar að óhjákvæmilegt væri að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms.“
Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Orkuskipti Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent