Lífið

James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu

Elísabet Hanna skrifar
James Corden skreytir forsetaskrifstofuna.
James Corden skreytir forsetaskrifstofuna. Getty/ Taylor Hill

Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles.

Hylur einn Harry með öðrum

„Þetta er bæði snarl og gjöf,“ segir Corden í myndbandinu þar sem hann ber fram úrval af ávöxtum fyrir forsetann. Úrvalið inniheldur súkkulaðihúðuð jarðarber, ananasfiðrildi og litlar „melónukúlur“.

„Ég ætla aðeins að flikka upp á staðinn á meðan þú slakar á,“

segir James í klippunni. Hann mætti einnig með innrammaða mynd af sér og Harry Styles sem hann ákvað að skella beint yfir styttuna af Harry S. Truman. Forsetinn er ekki sáttur með framkomuna á Harry Truman og segir við James: „Þú huldir Harry Truman?“ James svarar þá í glensi: 

„Hylja einn Harry með öðrum Harry, það er það sem ég er að segja. Mér finnst það birta upp á staðinn skilurðu mig?“

Ár eftir sem þáttastjórnandi

James hefur gefið það út að hann muni hætta í þáttunum fyrir næsta sumar og virðist vera að njóta þess að uppfylla allar hugmyndirnar sínar eins og að skreyta í Hvíta húsinu. Hann tók við sem þáttastjórnandi The Late Late Show árið 2015 og virðist ætla að hætta á toppnum.

„Ég var mjög, mjög ákveðinn því að þátturinn myndi ekki vera of lengi í gangi á nokkurn hátt og að við myndum alltaf vita hvenær við ættum að hætta. Að við myndum alltaf vita hvenær við ættum að hætta á toppnum, því ég held að það sé mjög mikilvægt.“


Tengdar fréttir

James Corden kveður The Late Late Show

Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.