Sló út sjálfa Serenu Williams en gerði síðan meðspilara sinn mjög reiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 10:31 Harmony Tan fagnar hér sigri sínum á Serenu Williams á Wimbledon risamótinu í tennis. AP/John Walton Tenniskonan Harmony Tan byrjaði gærdaginn í fréttum eftir að hafa slegið goðsögnina Serena Williams út úr Wimbledon risamótinu en um kvöldið var hún aftur komin í fréttirnar en nú voru fyrirsagnirnar ekki eins skemmtilegar. Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti. Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti.
Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira