„Við eigum að styðja hver aðra, ekki draga niður“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2022 13:33 Sönkonurnar og bestu vinkonurnar Gréta Karen og Svala Björgvins fóru á dögunum í vinkonumyndatöku sem vakti töluverða athygli. Arnór Trausta „Það var eins og við höfðum alltaf verið vinkonur,“ segir söngkonan Gréta Karen í viðtali við Vísi þegar hún lýsir fyrstu kynnum hennar og Svölu Björgvins. Gréta og Svala kynntust fyrst þegar þær voru búsettar í Los Angeles og lágu leiðir þeirra saman í gegnum tónlistarheiminn. View this post on Instagram A post shared by G R E T A K A R E N (@gretakg) Límdar saman frá fyrstu kynnum „Hún bauð mér á tónleika hjá sér og í lok tónleikanna labbaði hún beint niður af sviðinu til mín og við höfum eiginlega verið límdar saman síðan,“ segir Gréta en hún og Svala komust fljótt að því að þær áttu eitt og annað sameiginlegt. „Já, listinn er langur. Við erum báðar hugfangnar af tónlist, tísku, heimildarmyndum og svo lengi mætti telja. Reyndar erum við með andstæðan smekk þegar kemur að karlmönnum,“ segir Gréta og hlær. Það er kannski bara frábært, þá þurfum við allavega ekki að úllen, dúllen doffa þegar kemur að karlmönnum! Gréta segist strax hafa tekið eftir því hvað Svala væri valdeflandi og hvetjandi og sá eiginleiki hafi strax heillað hana. Það er engin afbrýðisemi eða neitt svoleiðis, sem vill stundum verða á milli kvenna, og ég elska það því ég er þannig líka. Við eigum að styðja hver aðra en ekki draga niður. Þetta er enginn keppni og við erum allar einstakar. Það er engin eins og þú! Gréta og Svala hafa þekkst í átta ár og segir Gréta þær hafa verið límdar saman frá fyrstu kynnum. Arnór Trausta Kalla sig systur Gréta segir þær vinkonur hafa gengið í gegnum margt saman í lífinu, góða og erfiða tíma og alltaf staðið þétt við bakið á hvor annarri. Vinskapurinn okkar er eiginlega meira eins og fjölskyldutengsl, enda köllum við okkur systur. Þrátt fyrir náinn vinskap segjast þær hafa uppgötvað um daginn að þær hafi ekki átt margar myndir af sér saman svo upp hafi komið sú hugmynd að fara saman í skemmtilega myndatöku. „Átta ára vinskapur og næstum engar myndir! Ég hélt nú ekki...“ Ekki auglýsing fyrir Adam og Evu Gréta segist þá hafa heyrt í vini sínum Arnóri Trausta ljósmyndara og ákveðið dagsetningu fyrir myndatökuna. Myndatakan vakti strax mikla athygli og segir Gréta að þær séu mjög ánægðar með útkomuna og gefi lítið fyrir gagnrýnisraddir. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Þegar kom að því að velja dress fyrir myndatökuna segir Gréta að hún hafi sjálf hrifist af toppum og korsilettum úr Adam og Evu sem hafi orðið fyrir valinu ásamt klassískari fatnaði. Gréta segir myndatökuna alls ekki hafa verið auglýsingu fyrir Adam og Evu heldur hafi fatnaður þaðan einfaldlega passað við stemmninguna í myndatökunni. Fyrir okkur snýst þessi myndataka um valdeflningu kvenna. Minn líkami - Mitt val! Að elska sjálfa sig og aðrar konur. Stefna að því að halda sameiginlega tónleika Aðspurð hvort að það sé á döfinni að gefa út tónlist saman svarar Gréta því til að það sé í rauninni kómískt að það hafi aldrei borið á góma þar sem tónlist sé starf og árstríða þeirra beggja. „Það er svo fyndið að þegar við erum saman þá tölum við yfirleitt bara um lífið og tilveruna en ekki vinnuna en nýverið þá var tekin sú ákvörðun að stefna að því að halda tónleika saman.“ Vinkonumyndataka Grétu og Svölu hefur vakið mikla atygli á samfélagsmiðlum en Gréta segir þær meðal annars vera vegna vali á fatnaði en þær fengu meðal annars föt frá Adam og Evu. Arnór Trausta Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Gréta og Svala kynntust fyrst þegar þær voru búsettar í Los Angeles og lágu leiðir þeirra saman í gegnum tónlistarheiminn. View this post on Instagram A post shared by G R E T A K A R E N (@gretakg) Límdar saman frá fyrstu kynnum „Hún bauð mér á tónleika hjá sér og í lok tónleikanna labbaði hún beint niður af sviðinu til mín og við höfum eiginlega verið límdar saman síðan,“ segir Gréta en hún og Svala komust fljótt að því að þær áttu eitt og annað sameiginlegt. „Já, listinn er langur. Við erum báðar hugfangnar af tónlist, tísku, heimildarmyndum og svo lengi mætti telja. Reyndar erum við með andstæðan smekk þegar kemur að karlmönnum,“ segir Gréta og hlær. Það er kannski bara frábært, þá þurfum við allavega ekki að úllen, dúllen doffa þegar kemur að karlmönnum! Gréta segist strax hafa tekið eftir því hvað Svala væri valdeflandi og hvetjandi og sá eiginleiki hafi strax heillað hana. Það er engin afbrýðisemi eða neitt svoleiðis, sem vill stundum verða á milli kvenna, og ég elska það því ég er þannig líka. Við eigum að styðja hver aðra en ekki draga niður. Þetta er enginn keppni og við erum allar einstakar. Það er engin eins og þú! Gréta og Svala hafa þekkst í átta ár og segir Gréta þær hafa verið límdar saman frá fyrstu kynnum. Arnór Trausta Kalla sig systur Gréta segir þær vinkonur hafa gengið í gegnum margt saman í lífinu, góða og erfiða tíma og alltaf staðið þétt við bakið á hvor annarri. Vinskapurinn okkar er eiginlega meira eins og fjölskyldutengsl, enda köllum við okkur systur. Þrátt fyrir náinn vinskap segjast þær hafa uppgötvað um daginn að þær hafi ekki átt margar myndir af sér saman svo upp hafi komið sú hugmynd að fara saman í skemmtilega myndatöku. „Átta ára vinskapur og næstum engar myndir! Ég hélt nú ekki...“ Ekki auglýsing fyrir Adam og Evu Gréta segist þá hafa heyrt í vini sínum Arnóri Trausta ljósmyndara og ákveðið dagsetningu fyrir myndatökuna. Myndatakan vakti strax mikla athygli og segir Gréta að þær séu mjög ánægðar með útkomuna og gefi lítið fyrir gagnrýnisraddir. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Þegar kom að því að velja dress fyrir myndatökuna segir Gréta að hún hafi sjálf hrifist af toppum og korsilettum úr Adam og Evu sem hafi orðið fyrir valinu ásamt klassískari fatnaði. Gréta segir myndatökuna alls ekki hafa verið auglýsingu fyrir Adam og Evu heldur hafi fatnaður þaðan einfaldlega passað við stemmninguna í myndatökunni. Fyrir okkur snýst þessi myndataka um valdeflningu kvenna. Minn líkami - Mitt val! Að elska sjálfa sig og aðrar konur. Stefna að því að halda sameiginlega tónleika Aðspurð hvort að það sé á döfinni að gefa út tónlist saman svarar Gréta því til að það sé í rauninni kómískt að það hafi aldrei borið á góma þar sem tónlist sé starf og árstríða þeirra beggja. „Það er svo fyndið að þegar við erum saman þá tölum við yfirleitt bara um lífið og tilveruna en ekki vinnuna en nýverið þá var tekin sú ákvörðun að stefna að því að halda tónleika saman.“ Vinkonumyndataka Grétu og Svölu hefur vakið mikla atygli á samfélagsmiðlum en Gréta segir þær meðal annars vera vegna vali á fatnaði en þær fengu meðal annars föt frá Adam og Evu. Arnór Trausta
Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira