Lífið

Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn

Elísabet Hanna skrifar
Ásgeir Trausti er þessa dagana að semja nýtt efni.
Ásgeir Trausti er þessa dagana að semja nýtt efni.

Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög.

Platan hefur selst í yfir fjörutíu þúsund eintökum síðan hún kom út árið 2012 og ætlar Ásgeir að halda tónleika í Hörpu undir lok næsta mánaðar. Afmælisútgáfa plötunnar kemur út á tvöföldum vínyl, annars vegar á svörtum og hins vegar á grænum.

Fjögur ný lög

Lögin sem eru áður óútgefin og birtast á plötunni heita: Stormurinn, Frost, Frá mér til ykkar og Nú hann blæs. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.