Lífið

Rauðhærðasti Íslendingurinn krýndur á Írskum dögum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lilja Björk Sigurðardóttir er rauðhærðasti Íslendingurinn.
Lilja Björk Sigurðardóttir er rauðhærðasti Íslendingurinn. aðsend

Lilja Björk Sigurðardóttir er rauðhærðasti Íslendingurinn. Rauðhærðasti Íslendingurinn var krýndur í 23. sinn á Akranesi þar sem nú er haldið upp á Írska daga. 

Hátíðin hefur farið vel af stað að sögn skipuleggjenda en hátindurinn er þegar rauðhærðasti Íslendingurinn er valinn. Hátt í þrjátíu manns skráðu sig til leiks að þessu sinni og var baráttan hörð. Verðlaunin voru ekki af verri endanum eða flugferð til Írlands.

Í þetta skiptið hlaut Lilja Björk Sigurðardóttir nafnbótina en hún skartar sannarlega fögru rauðu hári. Lilja Björk er 22 ára frá Mosfellsbæ. Í öðru sæti varð Klettur Bjarmi Pétursson Heiðdísarson og Heiða Norðkvist í því þriðja hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.

Það var hörð barátta um nafnbótina rauðhærðasti Íslendingurinn og keppendur á öllum aldri.aðsend

Í kvöld verður brekkusöngur á Akranesi og síðan sveitaballið Lopapeysan, sem er sagt skemmtilegasta sveitaball landsins á Facebook vef hátíðarinnar. Þar má nálgast frekari upplýsingar um Írska daga á Akranesi en hátíðinni lýkur á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.