Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 00:01 Randy Bachmann hélt tónleika með gítarnum í Tokyo, borginni sem gítarinn fannst loks í. AP Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. 45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira