Rússneskur landsliðsmarkvörður í íshokkí handtekinn Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 19:31 Ivan Fedotov #28 ver mark Rússa á Ólympíuleikunum í Peking GETTY IMAGES Ivan Fedotov, sem varði mark íshokkí liðs rússnesku ólympíunefndarinnar á ÓL í Peking, hefur verið handtekinn vegna þess að hann vildi ekki sinna herskyldu. Fedotov spilar í heimalandinu en er með samning við Philadelphia Flyers í NHL deildinni í Bandaríkjunum. Fedotov er sakaður um að reyna að komast undan herskyldu og var hann handtekinn af lögreglunni í Sankti Pétursborg að beiðni saksóknara rússneska hersins síðastliðinn föstudag. Við handtökuna var Fedotov færður á innritunarstöð rússneska hersins. Var hann síðar færður á herspítala en hann veiktist skyndilega í hasarnum. Lögmaður Fedotov sagði við fjölmiðla að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús vegna magaverkja (e. gastritis) enda mikið áfall og streituvaldandi að vera handtekinn. Engin viðbrögð hafa verið við upplýsingabeiðnum Reuters fréttastofunnar hvorki frá yfirvöldum né leikmanninum sjálfum. Fedotov var á mála hjá CSKA Moskvu í KHL deildinni og leiddi liðið til sigurs í deildinni á síðasta tímabili. Talsmenn liðsins sögðu að leikmaðurinn væri ekki lengur samningsbundinn liðinu en beðið væri eftir upplýsingum frá yfirvöldum varðandi stöðu Fedotov. Handtakan hefur verið beintengd við innrás Rússa í Úkraínu og hefur ástandið á svæðinu orðið til þess að NHL deildin bandaríska hefur skorið á öll tengsl við Rússa. Fjölmargir rússneskir hafa leikið í NHL deildinni undanfarin ár og hefur verið tekin sú ákvörðun að ekki verði farið með Stanley bikarinn til Rússlands í kjölfarið að Colorado Avalanceh vann bikarinn í síðasta mánuði. Venja er að sýna bikarinn í heimabæjum leikmanna liðsins sem vinnur en á mála Avalanche er Rússinn Valery Nichushkin. Íshokkí Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Fedotov er sakaður um að reyna að komast undan herskyldu og var hann handtekinn af lögreglunni í Sankti Pétursborg að beiðni saksóknara rússneska hersins síðastliðinn föstudag. Við handtökuna var Fedotov færður á innritunarstöð rússneska hersins. Var hann síðar færður á herspítala en hann veiktist skyndilega í hasarnum. Lögmaður Fedotov sagði við fjölmiðla að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús vegna magaverkja (e. gastritis) enda mikið áfall og streituvaldandi að vera handtekinn. Engin viðbrögð hafa verið við upplýsingabeiðnum Reuters fréttastofunnar hvorki frá yfirvöldum né leikmanninum sjálfum. Fedotov var á mála hjá CSKA Moskvu í KHL deildinni og leiddi liðið til sigurs í deildinni á síðasta tímabili. Talsmenn liðsins sögðu að leikmaðurinn væri ekki lengur samningsbundinn liðinu en beðið væri eftir upplýsingum frá yfirvöldum varðandi stöðu Fedotov. Handtakan hefur verið beintengd við innrás Rússa í Úkraínu og hefur ástandið á svæðinu orðið til þess að NHL deildin bandaríska hefur skorið á öll tengsl við Rússa. Fjölmargir rússneskir hafa leikið í NHL deildinni undanfarin ár og hefur verið tekin sú ákvörðun að ekki verði farið með Stanley bikarinn til Rússlands í kjölfarið að Colorado Avalanceh vann bikarinn í síðasta mánuði. Venja er að sýna bikarinn í heimabæjum leikmanna liðsins sem vinnur en á mála Avalanche er Rússinn Valery Nichushkin.
Íshokkí Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira