„Í fyrra skoruðum við úr færunum en erum að spila betur í ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2022 22:14 Sigurður Heiðar Höskuldsson var í skýjunum með þrjú stig í kvöld Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna. „Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
„Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira