Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 20:07 Hér er Sigurjón ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins. Hver veit nema Sigurjón reyni einn daginn að komast á Bessastaði? Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira