Það var Arnar Már Ágústsson sem fangaði atvikið á myndband í dag.
Arnar segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki séð mávinn fyrr en hann greip rottuna. Hann hafi bara ætlað sér að taka myndband af rottunni sem hann sá fyrst á miðri götunni. Hann segir þetta vera fyrstu rottuna sem hann sjái á Kársnesi.
Hann segir mávinn hafa tekið rottuna langt á loft og hent henni aftur í malbikið. Hann veit ekki hver örlög rottunnar voru þar sem hún lenti þar sem hann sá ekki til.
Í Facebook-hópnum Kársnesið okkar er talið mögulegt að mávurinn sé dýr sem íbúar hverfisins þekkja sem Stormur og sést reglulega við fiskbúðina í Hófgerði.