Mikið af laxi á Iðu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 10:58 Tekist á við lax Á Iðu í gær. Mynd: Árni Baldursson FB Iða er veiðisvæði sem ekki margir hafa fengið þá ánægju að veiða en þeir sem komast í það segja oftar en ekki frá ævintýralegri veiði. Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum. Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði
Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum.
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði