„Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg“ Elísabet Hanna skrifar 17. júlí 2022 13:30 Hljómsveitin FLOTT hefur verið að slá í gegn. Aðsend. Hljómsveitin FLOTT gaf nýlega frá sér lag sem ber heitið „Boltinn hjá mér“. Lagið er um kómísku hliðar stefnumótalífsins, er orkumikið og átti upphaflega ekki að vera gefið út. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli síðustu mánuði frá því að lagið „Mér er drull“ kom fyrst út. Þær voru meðal flytjanda lokalags áramótaskaupsins um síðustu áramót og hafa komið víðs vegar fram. Blaðamaður Lífsins hafði samband við hljómsveitarmeðliminn Ragnhildi Veigarsdóttur og fékk að heyra meira um lagið: Hver er innblásturinn að laginu? Innblásturinn kemur úr lífi okkar og vinkvenna okkar. Flest sem hafa verið á lausu einhvern tímann ættu að þekkja þetta, en tilkoma samskiptamiðla hefur svo gert sum samskipti ennþá flóknari. Hafið þið upplifað það í ykkar ástarlífi? Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg, þurft að fara í gegnum óþolandi netsamskipti eða átt í samskiptaörðugleikum í tilhugalífinu. Þau munu ekki tengja við lagið og vera afar þakklát og glöð í hjartanu. Hvernig var ferlið? Hugmyndin að laginu var komin fyrir einhverju síðan. Bassinn í upprunalegu útgáfunni, sem Ragnhildur gerði, líktist mjög hjartslætti þannig að textinn varð um aðstæður þar sem hjartað slær kannski aðeins hraðar en venjulega. Lagið var svo notað í sýningunni VHS krefst virðingar, sem uppistandshópur Vigdísar, VHS, sýndi við góðar undirtektir í allan vetur. Það eru því rúmlega 3000 manns sem hafa nú þegar heyrt lagið í flutningi Vigdísar og Ragnhildar. Lagið átti nú ekki að fara neitt lengra en vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að gefa það út. Það er aðeins öðruvísi en hin FLOTT lögin. Hvaðan koma textarnir ykkar yfirleitt? Textarnir eru uppspuni, bara eins og skáldsögur. Það er auðvitað sannleikskorn í þeim öllum og hugmyndirnar spretta úr einhverju sem hefur komið fyrir okkur eða vinkonur okkar. Sum lögin fjalla samt bara um sammannlegar tilfinningar sem við höfum flest upplifað á einhverjum tímapunkti. Hvað er framundan? Við spilum út um allt í sumar! Það styttist í Bræðsluna, svo er það auðvitað Þjóðhátíð, Innipúkinn og annað skemmtilegt í ágúst. Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli síðustu mánuði frá því að lagið „Mér er drull“ kom fyrst út. Þær voru meðal flytjanda lokalags áramótaskaupsins um síðustu áramót og hafa komið víðs vegar fram. Blaðamaður Lífsins hafði samband við hljómsveitarmeðliminn Ragnhildi Veigarsdóttur og fékk að heyra meira um lagið: Hver er innblásturinn að laginu? Innblásturinn kemur úr lífi okkar og vinkvenna okkar. Flest sem hafa verið á lausu einhvern tímann ættu að þekkja þetta, en tilkoma samskiptamiðla hefur svo gert sum samskipti ennþá flóknari. Hafið þið upplifað það í ykkar ástarlífi? Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg, þurft að fara í gegnum óþolandi netsamskipti eða átt í samskiptaörðugleikum í tilhugalífinu. Þau munu ekki tengja við lagið og vera afar þakklát og glöð í hjartanu. Hvernig var ferlið? Hugmyndin að laginu var komin fyrir einhverju síðan. Bassinn í upprunalegu útgáfunni, sem Ragnhildur gerði, líktist mjög hjartslætti þannig að textinn varð um aðstæður þar sem hjartað slær kannski aðeins hraðar en venjulega. Lagið var svo notað í sýningunni VHS krefst virðingar, sem uppistandshópur Vigdísar, VHS, sýndi við góðar undirtektir í allan vetur. Það eru því rúmlega 3000 manns sem hafa nú þegar heyrt lagið í flutningi Vigdísar og Ragnhildar. Lagið átti nú ekki að fara neitt lengra en vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að gefa það út. Það er aðeins öðruvísi en hin FLOTT lögin. Hvaðan koma textarnir ykkar yfirleitt? Textarnir eru uppspuni, bara eins og skáldsögur. Það er auðvitað sannleikskorn í þeim öllum og hugmyndirnar spretta úr einhverju sem hefur komið fyrir okkur eða vinkonur okkar. Sum lögin fjalla samt bara um sammannlegar tilfinningar sem við höfum flest upplifað á einhverjum tímapunkti. Hvað er framundan? Við spilum út um allt í sumar! Það styttist í Bræðsluna, svo er það auðvitað Þjóðhátíð, Innipúkinn og annað skemmtilegt í ágúst.
Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00
FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31
FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06