Fljúga hlaðmönnum til Amsterdam vegna gríðarlega tafa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 20:02 Sylvía Kristín er framkvæmdastjóri hjá Icelandair. Vísir/Sigurjón Icelandair tekur nú hlaðmenn með í flug til Amsterdam, til þess að halda ferðum sínum til og frá borginni á áætlun. Langar raðir og tafir eru daglegt brauð á flugvellinum í borginni. Félagið hefur fellt niður fjórum sinnum fleiri ferðir en á sama tíma fyrir faraldurinn. Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54