Gamlir landpóstar mynda nýtt fimmtíu kílómetra hlaup Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 11:55 Þórhildur Ólöf, forstjóri Póstsins, ætlar að taka þátt í hlaupinu. samsett Nýtt fimmtíu kílómetra utanvegahlaup, Pósthlaupið, verður haldið í fyrsta sinn þann 6. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður milli gamalla landpósta sem voru lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook. Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook.
Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira