Ioniq 6 Saloon kynntur til sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júlí 2022 07:01 Hyundai Ioniq 6. Hyundai Motor hefur frumsýndi nýlega Ioniq 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai, búinn 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni. Ioniq 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar. Með 350 kW hleðslu er hægt að hlaða Ioniq 6 frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum. Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá BL, umboðsaðila Hyundai á Íslandi. Heildarlengd Ioniq 6 er rúmir 4,8 metrar, breidd um 1,9 m og hæð yfirbyggingarinnar um 1,5 metrar. Hjólhafið er rétt um þrír metrar sem veitir gott rými fyrir aukin þægindi í farþegarýminu, þar sem endurunnin og mild efni eru allsráðandi. Val er um 18 eða 20 tommu felgur og í heild endurspeglar hönnunin og vindskeiðarnar neðan afturrúðu og önnur ofan afturljósanna mjög sportlega og sérkennandi ásýnd sem gerir Ioniq 6 mjög ólíkan öðrum rafbílum á markaðnum. Aflrásin Ioniq 6 verður fáanlegur með vali um mismunandi aflrásir og rafhlöður til að mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Langdræga 77,4 kWst rafhlöðuna er hægt að tengja við tvö rafmótora, annað hvort afturhjóladrif (RWD) eða fjórhjóladrif (AWD) en það síðar nefnda skilar 239 kW afli, 605 Nm togi og hröðun frá úr 0 km/klst í 100 km/klst er 5,1 sekúndur. Framleiðsla Framleiðsla Ioniq 6 hefst síðar í sumar og er von á frekari upplýsingum um upphaf sölu bílsins á helstu meginmörkuðum síðar á þessu ári. Innra rými í Ioniq 6. Þægindin allsráðandi Í bílnum er þráðlaust net, hliðarspeglar eru myndavélar og tveir skjáir innan við hvora framhurð sem sýna aðvífandi umferð á hliðarakgreinum. Val verður um hljómkerfi frá Bose, framsætin gefa færi á góðri slökun og Ioniq 6 getur síðan að sjálfsögðu lagt einn og óstuddur í bílastæði án þess að ökumaður sé við stýrið. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá BL, umboðsaðila Hyundai á Íslandi. Heildarlengd Ioniq 6 er rúmir 4,8 metrar, breidd um 1,9 m og hæð yfirbyggingarinnar um 1,5 metrar. Hjólhafið er rétt um þrír metrar sem veitir gott rými fyrir aukin þægindi í farþegarýminu, þar sem endurunnin og mild efni eru allsráðandi. Val er um 18 eða 20 tommu felgur og í heild endurspeglar hönnunin og vindskeiðarnar neðan afturrúðu og önnur ofan afturljósanna mjög sportlega og sérkennandi ásýnd sem gerir Ioniq 6 mjög ólíkan öðrum rafbílum á markaðnum. Aflrásin Ioniq 6 verður fáanlegur með vali um mismunandi aflrásir og rafhlöður til að mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Langdræga 77,4 kWst rafhlöðuna er hægt að tengja við tvö rafmótora, annað hvort afturhjóladrif (RWD) eða fjórhjóladrif (AWD) en það síðar nefnda skilar 239 kW afli, 605 Nm togi og hröðun frá úr 0 km/klst í 100 km/klst er 5,1 sekúndur. Framleiðsla Framleiðsla Ioniq 6 hefst síðar í sumar og er von á frekari upplýsingum um upphaf sölu bílsins á helstu meginmörkuðum síðar á þessu ári. Innra rými í Ioniq 6. Þægindin allsráðandi Í bílnum er þráðlaust net, hliðarspeglar eru myndavélar og tveir skjáir innan við hvora framhurð sem sýna aðvífandi umferð á hliðarakgreinum. Val verður um hljómkerfi frá Bose, framsætin gefa færi á góðri slökun og Ioniq 6 getur síðan að sjálfsögðu lagt einn og óstuddur í bílastæði án þess að ökumaður sé við stýrið.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent