Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Eyjamenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Stöð 2 Sport Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings
Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira