Sport

Dag­skráin í dag: Gömul stór­veldi mætast í Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Kristófer Lárusson hefur spilað nokkuð vel með KR í sumar.
Aron Kristófer Lárusson hefur spilað nokkuð vel með KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Tvö gömul stórveldi mætast í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR og Fram mætast í eina leik dagsins. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

KR hefur átt erfitt uppdrátt í sumar á meðan Fram getur vel við unað þrátt fyrir að vera í neðri helming Bestu deildarinnar. Gestirnir hafa spilað skemmtilegan sóknarbolta en virðast mögulega hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að múra betur fyrir mark sitt og spilar aðeins stífari varnarleik.

Klukkan 19.15 hefst leikur KR og Fram á Stöð 2 Sport en útsending hefst tíu mínútum fyrr, klukkan 19.05. Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð deildarinnar í Safamýri vann KR 4-1 stórsigur. Liðið þarf nauðsynlega á öðrum slíkum að halda eftir dapurt gengi undanfarið. Fram ætla sér hins vegar að hefna fyrir tapið í upphafi sumars.

Eftir leik verður umferðin svo stuttlega gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingi Stúkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×