Í þetta sinn verður þjóðhátíðarlagið hennar Eyjanótt tekið fyrir í nýjum búning en á síðustu vikum hefur hún sem dæmi flutt Lífið er yndislegt og Ástin á sér stað. Klara stígur á svið í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í ár og hlakkar mikið til. Fólk má búa sig undir Þjóðhátíðarlög í bland við gamla popphittara söngkonunnar.
„Ég ætla að hafa þetta í anda sannrar kvöldvöku og verð með kassagítar með mér. Fyrir utan að læra Þjóðhátíðarlagið í ár og syngja með þá legg ég til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna.“