Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 07:30 Sigur Breiðabliks gegn svartfellska liðinu Buducnost í gærkvöld var dýrmætur. Vísir/Hulda Margrét Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30