Lífið

Draumadagur í Drangey hjá Áslaugu Örnu og vinum

Ása Ninna Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa
Brosin voru býsna breið í ferðinni hjá Áslaugu Örnu og vinum hennar.
Brosin voru býsna breið í ferðinni hjá Áslaugu Örnu og vinum hennar. Instagram

Veðurblíðan og náttúrufegurðin í Skagafirðinum virtust fara vel með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunarráðherra, og stjörnum prýddan vinahóp hennar í skemmtiferð þeirra í vikunni.

„Fegurðin næst ekki á mynd“

Hópurinn var samkvæmt Instagram samankominn í hesta- og skemmtiferð í Skagafirðinum og af myndunum að dæma var gleðin allsráðandi í ferðinni. 

Meðal áfangastaða var eyjan Drangey sem er einna helst þekkt fyrir að vera banastaður Grettis Ásmundarsonar. 

Í myndbandi sem Áslaug Arna birti á Instagram-síðu sinni dásamar hún eyjuna fyrir náttúrufegurð sem að hennar sögn „næst ekki á mynd“. 

Leikkonan Nína Dögg Filipusardóttir birti einnig myndasyrpu frá ferðinni á Instagram. Þar þakkar hún Lilju Pálmadóttur, athafnakonu, fyrir „stórkostlegar móttökur“ á heimili hennar að Hofi þar sem ferðin hófst. 

Ásamt siglingunni í Drangey var riðið yfir Merkilgil með hundrað hesta stóð en af myndunum að dæma voru veðurguðirnir með ferðlalöngunum í liði. 

Föruneyti Áslaugar var ekki af verri endanum en með í för voru leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg, Guðjón í Oz og Anna Ólafsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Bjarni Ben og Þóra Margrét, Sigurbjörn Þorkelsson og Heiða Magnúsdóttir, Helga Thors og Bjössi Ólafs, Pétur Blöndal og Anna Sigga, Dj Sóley hjá Ölgerðinni og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×