Sport

Dagskráin í dag: Besta deild karla og golf

Hjörvar Ólafsson skrifar
Blikar verða í eldlínunni í Kaplakrika í kvöld. 
Blikar verða í eldlínunni í Kaplakrika í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag og eru þeir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þá verður leikjunum gerð skil í Stúkunni í kvöld.

Leiknir Reykjavík og ÍBV mætast í fallbaráttuslag í Breiðholtinu klukkan 14.00 og sá leikur verður í beinni útsendingu á hliðarrás Bestu deildarinnar. 

Keflavík og KA leiða svo saman hesta sína klukkan 17.00 suður með sjó og sá leikur verður sýndur á Besta deildin 2.

Leikur Breiðabliks og FH er svo á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og eftir þann leikur verður farið yfir leikina í Stúkunni klukkan 21.15.

Það er svo nóg um að vera í golfinu í dag og í kvöld. 

Keppni heldur áfram á Evian-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Byrjað verður að sýna frá mótinu á Stöð 2 Golf klukkan 09.30. 

Opna breska meistaramótinu í flokki eldri kylfinga lýkur í dag en sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 13.00.

 Útsending frá Cazoo Classic, sem er hluti af DP World Tour, hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14.30. 

Dagskránni í golfinu lýkur svo með PGA-mótinu 3M Open en hægt verður að horfa á mótið á Stöð 2 Golf frá 17.00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×