Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei Elísabet Hanna skrifar 27. júlí 2022 16:31 Getty/Jacky Parker Photography Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon. Blaðamaður heyrði í Sunnu Dögg Jónsdóttur og Elvu Björk Jónsdóttur sem halda meðal annars utan um viðburðinn: Hvernig verður viðburðurinn?Við stelpurnar í ár verðum með góðgerðarbingó á Dillon þann 28. júlí kl 17:30 í samstarfi við Norom. Það verður happy hour á barnum, eitt bingó spjald verður á þúsund krónur en þrjú spjöld á aðeins tvö þúsund krónur. Einnig verður hægt að kaupa happdrættismiða á fimm hundruð krónur stykkið. Þar að auki verður bás frá Norom fataverslun með Miss Universe Iceland x Norom peysum til sölu en þúsund krónur af hverri seldri peysu rennur til Gleym Mér Ei. Hvert rennur ágóðinn?Ágóðinn rennur til Gleym Mér Ei, félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. Þeirra helsta og mikilvægasta starf er að halda utan um og afhenda minningarkassa upp á fæðingardeild en allir foreldrar sem missa börnin sín fá slíkan kassa. Þau afhenda einnig kælivöggur upp á spítala til að lengja tímann sem foreldrar geta fengið með barni sínu og bjóða upp á stuðningshópa upp í Sorgarmiðstöð. View this post on Instagram A post shared by Gleymme rei Styrktarfe lag (@gleymmereistyrktarfelag) Hvers vegna völdu þið Gleym Mér Ei?Okkur finnst starf Gleym Mér Ei einstaklega verðmætt og stuðningur sem slíkur ómetanlegur þar sem missir á meðgöngu eða eftir fæðingu er djúpt sorgarferli. Það er svo mikilvægt að einstaklingar í þessari stöðu fái stuðning og hjálparhönd, þá sérstaklega frá einstaklingum sem hafa reynslu af slíkum missi. Gleym Mér Ei var stofnað haustið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur eftir að sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu færði þær saman. Hvernig er stemningin í hópnum?Stemningin í hópnum er ótrúlega góð en við stelpurnar erum búnar að leggja mikla vinnu í að skipuleggja þennan flotta viðburð. Það er komið mikið af allskonar vinningum frá hinum ýmsu fyrirtækjum en við erum afar þakklátar fyrir allan stuðninginn og hlökkum til að sjá sem flesta á Dillon. Hér má finna allar helstu upplýsingarnar um bingóið.Aðsend Miss Universe Iceland Góðverk Tengdar fréttir MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Blaðamaður heyrði í Sunnu Dögg Jónsdóttur og Elvu Björk Jónsdóttur sem halda meðal annars utan um viðburðinn: Hvernig verður viðburðurinn?Við stelpurnar í ár verðum með góðgerðarbingó á Dillon þann 28. júlí kl 17:30 í samstarfi við Norom. Það verður happy hour á barnum, eitt bingó spjald verður á þúsund krónur en þrjú spjöld á aðeins tvö þúsund krónur. Einnig verður hægt að kaupa happdrættismiða á fimm hundruð krónur stykkið. Þar að auki verður bás frá Norom fataverslun með Miss Universe Iceland x Norom peysum til sölu en þúsund krónur af hverri seldri peysu rennur til Gleym Mér Ei. Hvert rennur ágóðinn?Ágóðinn rennur til Gleym Mér Ei, félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. Þeirra helsta og mikilvægasta starf er að halda utan um og afhenda minningarkassa upp á fæðingardeild en allir foreldrar sem missa börnin sín fá slíkan kassa. Þau afhenda einnig kælivöggur upp á spítala til að lengja tímann sem foreldrar geta fengið með barni sínu og bjóða upp á stuðningshópa upp í Sorgarmiðstöð. View this post on Instagram A post shared by Gleymme rei Styrktarfe lag (@gleymmereistyrktarfelag) Hvers vegna völdu þið Gleym Mér Ei?Okkur finnst starf Gleym Mér Ei einstaklega verðmætt og stuðningur sem slíkur ómetanlegur þar sem missir á meðgöngu eða eftir fæðingu er djúpt sorgarferli. Það er svo mikilvægt að einstaklingar í þessari stöðu fái stuðning og hjálparhönd, þá sérstaklega frá einstaklingum sem hafa reynslu af slíkum missi. Gleym Mér Ei var stofnað haustið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur eftir að sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu færði þær saman. Hvernig er stemningin í hópnum?Stemningin í hópnum er ótrúlega góð en við stelpurnar erum búnar að leggja mikla vinnu í að skipuleggja þennan flotta viðburð. Það er komið mikið af allskonar vinningum frá hinum ýmsu fyrirtækjum en við erum afar þakklátar fyrir allan stuðninginn og hlökkum til að sjá sem flesta á Dillon. Hér má finna allar helstu upplýsingarnar um bingóið.Aðsend
Miss Universe Iceland Góðverk Tengdar fréttir MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00