Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei Elísabet Hanna skrifar 27. júlí 2022 16:31 Getty/Jacky Parker Photography Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon. Blaðamaður heyrði í Sunnu Dögg Jónsdóttur og Elvu Björk Jónsdóttur sem halda meðal annars utan um viðburðinn: Hvernig verður viðburðurinn?Við stelpurnar í ár verðum með góðgerðarbingó á Dillon þann 28. júlí kl 17:30 í samstarfi við Norom. Það verður happy hour á barnum, eitt bingó spjald verður á þúsund krónur en þrjú spjöld á aðeins tvö þúsund krónur. Einnig verður hægt að kaupa happdrættismiða á fimm hundruð krónur stykkið. Þar að auki verður bás frá Norom fataverslun með Miss Universe Iceland x Norom peysum til sölu en þúsund krónur af hverri seldri peysu rennur til Gleym Mér Ei. Hvert rennur ágóðinn?Ágóðinn rennur til Gleym Mér Ei, félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. Þeirra helsta og mikilvægasta starf er að halda utan um og afhenda minningarkassa upp á fæðingardeild en allir foreldrar sem missa börnin sín fá slíkan kassa. Þau afhenda einnig kælivöggur upp á spítala til að lengja tímann sem foreldrar geta fengið með barni sínu og bjóða upp á stuðningshópa upp í Sorgarmiðstöð. View this post on Instagram A post shared by Gleymme rei Styrktarfe lag (@gleymmereistyrktarfelag) Hvers vegna völdu þið Gleym Mér Ei?Okkur finnst starf Gleym Mér Ei einstaklega verðmætt og stuðningur sem slíkur ómetanlegur þar sem missir á meðgöngu eða eftir fæðingu er djúpt sorgarferli. Það er svo mikilvægt að einstaklingar í þessari stöðu fái stuðning og hjálparhönd, þá sérstaklega frá einstaklingum sem hafa reynslu af slíkum missi. Gleym Mér Ei var stofnað haustið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur eftir að sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu færði þær saman. Hvernig er stemningin í hópnum?Stemningin í hópnum er ótrúlega góð en við stelpurnar erum búnar að leggja mikla vinnu í að skipuleggja þennan flotta viðburð. Það er komið mikið af allskonar vinningum frá hinum ýmsu fyrirtækjum en við erum afar þakklátar fyrir allan stuðninginn og hlökkum til að sjá sem flesta á Dillon. Hér má finna allar helstu upplýsingarnar um bingóið.Aðsend Miss Universe Iceland Góðverk Tengdar fréttir MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Blaðamaður heyrði í Sunnu Dögg Jónsdóttur og Elvu Björk Jónsdóttur sem halda meðal annars utan um viðburðinn: Hvernig verður viðburðurinn?Við stelpurnar í ár verðum með góðgerðarbingó á Dillon þann 28. júlí kl 17:30 í samstarfi við Norom. Það verður happy hour á barnum, eitt bingó spjald verður á þúsund krónur en þrjú spjöld á aðeins tvö þúsund krónur. Einnig verður hægt að kaupa happdrættismiða á fimm hundruð krónur stykkið. Þar að auki verður bás frá Norom fataverslun með Miss Universe Iceland x Norom peysum til sölu en þúsund krónur af hverri seldri peysu rennur til Gleym Mér Ei. Hvert rennur ágóðinn?Ágóðinn rennur til Gleym Mér Ei, félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. Þeirra helsta og mikilvægasta starf er að halda utan um og afhenda minningarkassa upp á fæðingardeild en allir foreldrar sem missa börnin sín fá slíkan kassa. Þau afhenda einnig kælivöggur upp á spítala til að lengja tímann sem foreldrar geta fengið með barni sínu og bjóða upp á stuðningshópa upp í Sorgarmiðstöð. View this post on Instagram A post shared by Gleymme rei Styrktarfe lag (@gleymmereistyrktarfelag) Hvers vegna völdu þið Gleym Mér Ei?Okkur finnst starf Gleym Mér Ei einstaklega verðmætt og stuðningur sem slíkur ómetanlegur þar sem missir á meðgöngu eða eftir fæðingu er djúpt sorgarferli. Það er svo mikilvægt að einstaklingar í þessari stöðu fái stuðning og hjálparhönd, þá sérstaklega frá einstaklingum sem hafa reynslu af slíkum missi. Gleym Mér Ei var stofnað haustið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur eftir að sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu færði þær saman. Hvernig er stemningin í hópnum?Stemningin í hópnum er ótrúlega góð en við stelpurnar erum búnar að leggja mikla vinnu í að skipuleggja þennan flotta viðburð. Það er komið mikið af allskonar vinningum frá hinum ýmsu fyrirtækjum en við erum afar þakklátar fyrir allan stuðninginn og hlökkum til að sjá sem flesta á Dillon. Hér má finna allar helstu upplýsingarnar um bingóið.Aðsend
Miss Universe Iceland Góðverk Tengdar fréttir MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11. júlí 2022 15:00