„Við viljum að stakkurinn sé nýttur bæði sem ákveðin gestabók og auðvitað skjól gegn vindi og rigningu sem má alltaf búast við um verslunarmannahelgina," segir Vala Rún Magnúsdóttir, framleiðandi hjá fyrirtækinu.

„Á útihátíðum er mikilvægt að fanga skemmtileg augnablik og skrá niður minningar, jafnvel fá undirskriftir frá gömlum vinum sem þú hefur ekki hitt í nokkurn tíma. Við hvetjum því viðskiptavini okkar til að fanga augnablikin um komandi helgi og varðveita minningarnar með því að teikna og merkja sjófatnaðinn okkar," segir Vala einnig.
Ný verslun
Nýlega opnaði 66° Norður verslun í Hafnartorgi sem er með stærri verslunum fyrirtækisins. „Við höfum frá upphafi haft sterka tengingu við sjóinn en Sjóklæðagerðin var stofnuð fyrir tæplega hundrað árum á Suðureyri við Súgandafjörð þar sem framleiddur var vinnufatnaður fyrir íslenska sjómenn,“ segir Bjarney Harðardótti eigandi 66°Norður og bætir við:
„Það má segja að við séum komin heim með opnun á þessari verslun á nýja hafnarsvæðinu.“
„66°Norður er enn að framleiða skjólfatnað fyrir íslenska sjómenn, þar liggur arfleiðin okkar. Uppbyggingin í kringum höfnina og Hörpu er að hafa jákvæð áhrif á Reykjavik og mannlífið niðri í bæ. Það er ánægjulegt að styðja við framboð á verslunum í þessu fallega umhverfi,“ segir Bjarney einnig.