Lífið

„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“

Elísabet Hanna skrifar
Líkt og faðir sinn elskar Ósk að hlaupa.
Líkt og faðir sinn elskar Ósk að hlaupa. Aðsend

Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 

„Pabbi minn lést úr Alzheimer fyrir ári síðan og vil ég gera allt til þess að styðja við samtökin sem eru mér og mínum svo kær,“ segir hún á áheitasíðu sinni.

Ósk vinnur úr sorginni með hlaupum.Aðsend

Rúmt ár frá kveðjustund

„Nú er rúmt ár liðið síðan að pabbi kvaddi okkur og sorgin er enn mikið til staðar. Vissulega dílar hver og einn við sína sorg á sinn hátt. Sumir fara reglulega í kirkjugarðinn á meðan aðrir hlusta á tónlist eða fletta í gegnum gömul myndaalbúm. Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum,“ segir Ósk í færslu á Facebook síðu sinni.

„Hlaup hafa alltaf verið stór partur af mínu lífi í tengslum við pabba minn besta,“ segir Ósk í færslunni.

„Í hvert einasta skipti sem ég fer út að hlaupa finn ég fyrir honum með mér, hann er með mér því ég er auðvitað hálft genamengið hans en það er einhver óútskýranleg tilfinning sem ég fæ þegar ég hleyp. Ég tala við hann á hlaupum og meiri að segja stundum hágræt ég af söknuði á hlaupum,“ segir hún einnig í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet

Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.