Mannréttindi fólks með fötlun 2. hluti Víðir Sigurðsson skrifar 28. júlí 2022 12:00 Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins. Hún lýsti einnig sinni upplifun af því að hafa verið aðstoðarmanneskja fatlaðs einstaklings í námi hans við Háskóla Íslands. Veruleikinn sem að henni birtist í þessu starfi sagði hún að hefði verið sér leiðarvísir í áframhaldandi innleiðingu metnaðarfullrar stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun. Af þessum vettvangi sagðist hún hafa fengið mikla innsýn í hugmyndafræðina um Sjálfstætt lífogsamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stuðningurinn á eingöngu að vera á forsendum einstaklingsins og „að við erum að fara úr samfélagi þar sem að komið var mjög illa fram við fatlað fólk“. Þetta er metnaðarfull stefna og falleg sýn en er þetta svona? Árið 2010 var opnað úrræði á Snorrabrautinni, Mýrin, fyrir vegvilltar konur í neysluvanda. Mýrinni var ætlað að vera 5 konum heimili, á hverjum tíma, og átti að vera skaðaminnkandi og mæta hverri konu á hennar einstaklingsbundnu forsendum. Sigríður Stefánsdóttir, forstöðukona Mýrarinnar, virti að vettugi yfirlýst markmið úrræðisins og rak sína eigin stefnu sem að byggðist á hennar geðþótta. Geðþótti Sigríðar Stefánsdóttur varð íbúunum hræðileg raun: ef þær voru of drukknar þá neitaði hún að hleypa þeim inn, jafnvel á næturna; hún leitaði uppi áfengi kvennanna í húsgarðinum og eins í görðum nágrannanna og hellti því niður. Þessi hegðun forstöðukonunnar á Mýrinni lýsir mannfyrirlitningu sem er skeytingarlaus um eigur og líðan valdalausra kvenna; áfengisfráhvörf langt gengins alkahólista eru hræðileg og manneskja sem að framkallar slík áfengisfráhvörf vísvitandi er siðferðislega gjaldþrota. Heilsu íbúans, sem að hér er til umfjöllunar hrakaði hratt og þurftu aðstandendur hennar að taka að sér virkt umönnunarhlutverk og þegar að hún fótbrotnaði á Mýrinni þá voru skilaboð Sigríðar Stefánsdóttur þau að Mýrin gæti ekki sinnt henni og þurftu aðstandendurnir að leita til einkarekins hjúkrunarfyrirtækis. Ráðist var á íbúann í garði hússins af karlmanni, íbúa í nærliggjandi búsetuúrræði fyrir karla, um miðjan dag og starfsfólk Mýrarinnar stóð í glugganum og hló, aðhöfðust ekkert, og sögðu svo aðstandendum frá atvikinu og voru þá enn hlæjandi en íbúinn sem fyrir árásinni varð var skelfingu lostin. Aðstandendur funduðu margoft með Sigríði Stefánsdóttur án nokkurs árangurs. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs á þessum tíma, var vel upplýst um málið og hún sagðist vera miður sín og lofaði úrbótum en þegar til kom þá sagðist hún ekkert geta aðhafst. Konurnar á Mýrinni flúðu úrræðið hver af annarri, sumar leituðu ásjár í Konukoti en aðrar fóru eitthvað annað. Mýrinni var lokað eftir ekki langan starfstíma og forstöðukonan, Sigríður Stefánsdóttir, starfaði áfram innan Velferðarsviðs og engar fréttir bárust af því að henni hafi verið gert að venja sig við almenna mannasiði gagnvart valdalausum einstaklingum í áframhaldandi störfum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Haustið 2020 ákvað deildarstjóri í herbergjasambýli fyrir fjölfatlaða í Breiðholtinu að fara í verslunarferð til Glasgow með vinkonu sinni, sem var tímavinnustarfsmaður á sambýlinu en hafði áður verið þar í fullri vinnu. Þær ákváðu að ferðin væri farin fyrir einn íbúa herbergjasambýlisins, sem að sjálfur hafði aldrei sýnt þessu áhuga og hafði ekki forsendur til þess að skilja um hvað ferðin snérist. Íbúanum var ætlað að borga fyrir flugið, hótelið og hluta launanna til deildarstjórans og vinkonunnar. Engum duldist raunverulegur tilgangur ferðarinnar og komu fram athugasemdir en þarna var augljóslega verið að hagnýta sér valdamisræmið á milli fatlaðra og ófatlaðra. Unnur Halldórsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir gengdu starfi framkvæmdarstjóra Þjónustumiðstöðvar Háaleitis- og Laugardalshverfis frá vori 2020 og til sumars 2022; Unnur Halldórsdóttir frá vori til hausts 2020 og Aðalbjörg Traustadóttir frá hausti 2020 til sumars 2022. Í sínum störfum sem framkvæmdarstjórar virtu þær að vettugi mannréttindaáherslur og stefnu Reykjavíkurborgar, sem að byggir á lögum, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólksog hugmyndafræðinni um Sjálfstætt líf. Þær gengu ansi langt í því markmiði sínu að beygja fatlaða íbúa, í búsetuúrræði undir þeirra stjórn, að geðþótta og hentisemi einstakra stjórnenda Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þær hunsuðu endurtekin leiðbeinandi samtöl réttindagæslumanns fatlaðra um mannréttindi fólks með fötlun og þær vísvitandi sniðgengu upplýsingaskyldu Velferðarsviðs gagnvart persónulegum talsmanni íbúa. Þær héldu játninngum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega frá réttindagæslumanni, persónulegum talsmönnum og lögreglunni. Mannauðsráðgjafarnir María Jonna Sæmundsdóttir og Eygló Rós Gísladóttir auðvelduðu þeim framkvæmdina með því að hylma yfir sannleikann, snúa veruleikanum á hvolf, leyna upplýsingum um alvarleg mannréttindabrot gagnvart fötluðum og María Jonna Sæmundsdóttir hélt játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúm kynferðislega frá lögreglu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, var upplýstur um málið á fyrsta ársfjórðungi 2021 og hann hefur vísað málinu til sviðsstjóra Mannauðssviðs og til borgarritara og honum er vel kunnugt um alvarleika málsins. Á einstaklingnum sem að þetta tiltekna mál snýst að mestu um hafa dunið endurteknar hörmungar og eftir 4. bílslysið á nokkurra mánaða tímabili, þar sem að í 2 skipti þurfti að afskrifa bílinn, þá loksins brást borgarstjóri við. Stefnu Aðalbjargar Traustadóttur um að fatlaði íbúinn eigi að laga sig að vinnustaðnum og geðþóttaákvörðunum var snúið við eftir 4. bílslysið. Þessi stefna Aðalbjargar Traustadóttur er öndvert á yfirlýst markmið Reykjavíkurborgar sem fram koma í hugmyndafræðinni um Sjálfstætt líf. Það sem að gerir þetta mál enn alvarlegra er að Aðalbjörg Traustadóttir hefur árum saman verið skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg. Það er ekki nóg að Aðalbjörg Traustadóttir hafi orðið að virða mannréttindaákvæði Reykjavíkurborgar heldur þarf Reykjavíkurborg að greiða einstaklingnum sem að um ræðir fjárhagstjónið sem að þau hafa valdið honum og svo verður að vísa meintum kynferðisbrotum til lögreglu. Síðsumars 2020 voru gefin út Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4 og í þeim liggur kjarninn í því sem að þjónusta við fatlaða á að uppfylla. Séu málin, sem að reifuð eru hér að ofan, metin út frá gæðaviðmiðunum þá verður einkunn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar afar léleg. Það er einkennilegt til þess að hugsa að í áherslum Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun felast skýr fyrirmæli til stjórnenda hjá Reykjavíkurborg sem að þeir hafa svo sjálfdæmi um hvort þeir framfylgi eða ekki. Útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun og þá eiga þeir heimtingu á því að mannréttindakrafa fólks með fötlun sé virt. Niðurstaðan af umfjölluninni hér að ofan er tvíþætt: að hunsa opinber fyrirmæli og valda hryggð og skaða á að hafa afleiðingar og að okkar lélegasta fólk á ekki að hlutast til um líf annarra! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins. Hún lýsti einnig sinni upplifun af því að hafa verið aðstoðarmanneskja fatlaðs einstaklings í námi hans við Háskóla Íslands. Veruleikinn sem að henni birtist í þessu starfi sagði hún að hefði verið sér leiðarvísir í áframhaldandi innleiðingu metnaðarfullrar stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun. Af þessum vettvangi sagðist hún hafa fengið mikla innsýn í hugmyndafræðina um Sjálfstætt lífogsamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stuðningurinn á eingöngu að vera á forsendum einstaklingsins og „að við erum að fara úr samfélagi þar sem að komið var mjög illa fram við fatlað fólk“. Þetta er metnaðarfull stefna og falleg sýn en er þetta svona? Árið 2010 var opnað úrræði á Snorrabrautinni, Mýrin, fyrir vegvilltar konur í neysluvanda. Mýrinni var ætlað að vera 5 konum heimili, á hverjum tíma, og átti að vera skaðaminnkandi og mæta hverri konu á hennar einstaklingsbundnu forsendum. Sigríður Stefánsdóttir, forstöðukona Mýrarinnar, virti að vettugi yfirlýst markmið úrræðisins og rak sína eigin stefnu sem að byggðist á hennar geðþótta. Geðþótti Sigríðar Stefánsdóttur varð íbúunum hræðileg raun: ef þær voru of drukknar þá neitaði hún að hleypa þeim inn, jafnvel á næturna; hún leitaði uppi áfengi kvennanna í húsgarðinum og eins í görðum nágrannanna og hellti því niður. Þessi hegðun forstöðukonunnar á Mýrinni lýsir mannfyrirlitningu sem er skeytingarlaus um eigur og líðan valdalausra kvenna; áfengisfráhvörf langt gengins alkahólista eru hræðileg og manneskja sem að framkallar slík áfengisfráhvörf vísvitandi er siðferðislega gjaldþrota. Heilsu íbúans, sem að hér er til umfjöllunar hrakaði hratt og þurftu aðstandendur hennar að taka að sér virkt umönnunarhlutverk og þegar að hún fótbrotnaði á Mýrinni þá voru skilaboð Sigríðar Stefánsdóttur þau að Mýrin gæti ekki sinnt henni og þurftu aðstandendurnir að leita til einkarekins hjúkrunarfyrirtækis. Ráðist var á íbúann í garði hússins af karlmanni, íbúa í nærliggjandi búsetuúrræði fyrir karla, um miðjan dag og starfsfólk Mýrarinnar stóð í glugganum og hló, aðhöfðust ekkert, og sögðu svo aðstandendum frá atvikinu og voru þá enn hlæjandi en íbúinn sem fyrir árásinni varð var skelfingu lostin. Aðstandendur funduðu margoft með Sigríði Stefánsdóttur án nokkurs árangurs. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs á þessum tíma, var vel upplýst um málið og hún sagðist vera miður sín og lofaði úrbótum en þegar til kom þá sagðist hún ekkert geta aðhafst. Konurnar á Mýrinni flúðu úrræðið hver af annarri, sumar leituðu ásjár í Konukoti en aðrar fóru eitthvað annað. Mýrinni var lokað eftir ekki langan starfstíma og forstöðukonan, Sigríður Stefánsdóttir, starfaði áfram innan Velferðarsviðs og engar fréttir bárust af því að henni hafi verið gert að venja sig við almenna mannasiði gagnvart valdalausum einstaklingum í áframhaldandi störfum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Haustið 2020 ákvað deildarstjóri í herbergjasambýli fyrir fjölfatlaða í Breiðholtinu að fara í verslunarferð til Glasgow með vinkonu sinni, sem var tímavinnustarfsmaður á sambýlinu en hafði áður verið þar í fullri vinnu. Þær ákváðu að ferðin væri farin fyrir einn íbúa herbergjasambýlisins, sem að sjálfur hafði aldrei sýnt þessu áhuga og hafði ekki forsendur til þess að skilja um hvað ferðin snérist. Íbúanum var ætlað að borga fyrir flugið, hótelið og hluta launanna til deildarstjórans og vinkonunnar. Engum duldist raunverulegur tilgangur ferðarinnar og komu fram athugasemdir en þarna var augljóslega verið að hagnýta sér valdamisræmið á milli fatlaðra og ófatlaðra. Unnur Halldórsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir gengdu starfi framkvæmdarstjóra Þjónustumiðstöðvar Háaleitis- og Laugardalshverfis frá vori 2020 og til sumars 2022; Unnur Halldórsdóttir frá vori til hausts 2020 og Aðalbjörg Traustadóttir frá hausti 2020 til sumars 2022. Í sínum störfum sem framkvæmdarstjórar virtu þær að vettugi mannréttindaáherslur og stefnu Reykjavíkurborgar, sem að byggir á lögum, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólksog hugmyndafræðinni um Sjálfstætt líf. Þær gengu ansi langt í því markmiði sínu að beygja fatlaða íbúa, í búsetuúrræði undir þeirra stjórn, að geðþótta og hentisemi einstakra stjórnenda Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þær hunsuðu endurtekin leiðbeinandi samtöl réttindagæslumanns fatlaðra um mannréttindi fólks með fötlun og þær vísvitandi sniðgengu upplýsingaskyldu Velferðarsviðs gagnvart persónulegum talsmanni íbúa. Þær héldu játninngum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega frá réttindagæslumanni, persónulegum talsmönnum og lögreglunni. Mannauðsráðgjafarnir María Jonna Sæmundsdóttir og Eygló Rós Gísladóttir auðvelduðu þeim framkvæmdina með því að hylma yfir sannleikann, snúa veruleikanum á hvolf, leyna upplýsingum um alvarleg mannréttindabrot gagnvart fötluðum og María Jonna Sæmundsdóttir hélt játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúm kynferðislega frá lögreglu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, var upplýstur um málið á fyrsta ársfjórðungi 2021 og hann hefur vísað málinu til sviðsstjóra Mannauðssviðs og til borgarritara og honum er vel kunnugt um alvarleika málsins. Á einstaklingnum sem að þetta tiltekna mál snýst að mestu um hafa dunið endurteknar hörmungar og eftir 4. bílslysið á nokkurra mánaða tímabili, þar sem að í 2 skipti þurfti að afskrifa bílinn, þá loksins brást borgarstjóri við. Stefnu Aðalbjargar Traustadóttur um að fatlaði íbúinn eigi að laga sig að vinnustaðnum og geðþóttaákvörðunum var snúið við eftir 4. bílslysið. Þessi stefna Aðalbjargar Traustadóttur er öndvert á yfirlýst markmið Reykjavíkurborgar sem fram koma í hugmyndafræðinni um Sjálfstætt líf. Það sem að gerir þetta mál enn alvarlegra er að Aðalbjörg Traustadóttir hefur árum saman verið skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg. Það er ekki nóg að Aðalbjörg Traustadóttir hafi orðið að virða mannréttindaákvæði Reykjavíkurborgar heldur þarf Reykjavíkurborg að greiða einstaklingnum sem að um ræðir fjárhagstjónið sem að þau hafa valdið honum og svo verður að vísa meintum kynferðisbrotum til lögreglu. Síðsumars 2020 voru gefin út Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4 og í þeim liggur kjarninn í því sem að þjónusta við fatlaða á að uppfylla. Séu málin, sem að reifuð eru hér að ofan, metin út frá gæðaviðmiðunum þá verður einkunn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar afar léleg. Það er einkennilegt til þess að hugsa að í áherslum Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun felast skýr fyrirmæli til stjórnenda hjá Reykjavíkurborg sem að þeir hafa svo sjálfdæmi um hvort þeir framfylgi eða ekki. Útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun og þá eiga þeir heimtingu á því að mannréttindakrafa fólks með fötlun sé virt. Niðurstaðan af umfjölluninni hér að ofan er tvíþætt: að hunsa opinber fyrirmæli og valda hryggð og skaða á að hafa afleiðingar og að okkar lélegasta fólk á ekki að hlutast til um líf annarra! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun