Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 14:01 Greint var frá því í lok janúar 2020 að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað. Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“ ÍR Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“
ÍR Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira