Viðskipti innlent

Innkalla Albani Mosaic IPA vegna sprengjuhættu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Albani_Mosaic_IPA_33cl

ÁTVR og Disa ehf. hafa sent út innköllunarboð fyrir bjórinn Albani Mosaic IPA, með 5,7% vínanda, í 330 ml áldós. Hætta er á að dósin geti bólgnað út og sprungið. Innköllunin miðast einungis við birgðir vörunnar sem merktar eru best fyrir dagsetningunni 11/05/2023 sem sjá má á botni dósarinnar.

Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Fram kemur í tilkynningu að séu umbúðir vörunnar bólgnar sé rétt að leiðbeina um að opna þær að viðhafðri fyllstu varúð. 

Strikamerki á dós: 5741000171387

Strikamerki á kassa með 24 dósum: 5741000156100

Varan hefur verið í sölu í eftirfarandi verslunum ÁTVR: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spönginni, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Patreksfirði, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Höfn, Hveragerði og Hellu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×